Friday, October 11, 2013

Dagur 11


Day 11  - Emotional Triggers
What triggers emotional associated with grief for you? Is it the weather? A scent? Photos? Places? Holidays? Words? Certain people?


Það eru svo margir ólíkir hlutir sem ég get talið upp sem "triggera" og þeir verða örugglega breytilegir í gegnum árin. Ég ætla samt að nefna nokkur dæmi:

  • Börn á sama aldri og Helena Sif ætti að vera á, sértsaklega stelpur. Fær mig til að hugsa hvað ef? eða hvernig væri hún í dag? og margar fleiri spurningar í þessa átt.
  • Ungabörn
  • Fjölskylduviðburðir og hátíðisdagar - Maður finnur extra mikið fyrir því að það vantar alltaf einhvern og söknuðurinn verður meiri. 
  • Óléttar konur og óléttu tilkynningar - Á erfitt með að útskýr þetta og þetta er eitthvað sem ég ræð ekki við. 
  • Fæðingardeildin á spítalanum - Ég er alltaf á leiðini í alvöru heimsókn þangað en fæ mig ekki í það. Í þau skipti sem ég hef farið þangað hef ég átt rosalega erfitt með mig. 
  • Afmælisdagar - Hvort sem það er mánaðarafmælisdagur eða afmælisdagurinn sem er alveg að fara að koma þá eru þetta yfirleitt erfiðir dagar. Ég held samt og vona að eins árs afmælisdagurinn verði góður og ég ætla að ger mitt besta í því a njóta dagsins og muna eftir öllu því góða 
  • Að hugsa um allt sem "gat orðið" Framtíðin átti að verða allt öðruvísi. Lífið heldur áfram og það er svo erfitt að sætta sig við það að maður getur ekki breytt því sem hefur gerst. 
  • Að skoða gamlar myndir  


Þessi listi er alls ekki tæmandi og í raun eru vestu "triggerarnir" þeir sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður lendir í þeim. Í febrúar bloggaði ég um einn svoleiðis trigger

- Sóley


No comments:

Post a Comment