Wednesday, October 2, 2013

Dagur 2

Dagur 2 - Identity 

Auðkenni - Einkenni 
Ég finn ekki almennilega þýðingu fyrir þennan dag en ég túlka þetta á minn eigin hátt. Ég valdi fótsporin hennar Helenu Sifjar. Ein af ljósmæðrunum sem var með okkur á spítalanum tók fótsporin með bleki. Yfirleitt er sporið sett aftan á lítið bleikt blað (hinum megin á blaðinu eru svo upplýsingar um fæðingarþyngd, lengd og ýmisleg). Hún Helena var með svo litla stóra fætur að fótsporið passaði ekki inn á þennan miða. Ljósmóðirin endaði á að sækja stærra blað þar sem að hún tók önnur spor, af báðum fótunum. Við eigum litla miðan þar sem að vantar inn á tvær tær.
Allt sem við eigum sem að tengist Helenu Sif er okkur svo dýrmætt <3


"Hönd þín snerti
sálu okkar
Fótspor þín liggja 
um líf okkar allt."

- Sóley

No comments:

Post a Comment