Wednesday, October 23, 2013

Dagar 22 og 23


Day 22 - Word
Share your favorite quote, poem, song lyrics, scripture that you have found.
Það er svo margt fallegt sem ég hef lesið en þetta stendur upp úr. Þetta er eitthvað sem kemur mér í gegnum daginn


One day, some day
The day when we are all together again, 
all of this will be one distant memory

Svo er eitt sem ég rakst á í dag og mér þykir ótrúlega fallegt: 

I didn't want to kiss you goodbye, that was the trouble;
I wanted to kiss you goodnight. And theres a lot of difference.

-Ernest Hemingway



Day 23 - Tattoos/Jewellery
Do you have a piece of jewellery in memory of your baby? Or maby a tattoo. Please feel welkome to share links too. 

Mig langar rosalega í lítið tattoo en ég þori því ekki vegna þess að ég er ekki alveg 100% viss um það hvernig tattoo ég vil eða hvar ég vil hafa það. Ef ég læt einhverntíman verða af því þá væri það líklegast eitthvað lítið tákn eða nafnið hennar.
En uppáhald skartgripurinn minn er hálsmen sem ég er með á mér næstum því daglega. Ég hef talað um þetta hálsmen áður en það er hálft hjarta, hinn helmingurinn er hjá Helenu Sif. Við keyptum tvö hjartalaga nisti sem hægt var að brjóta í sundur og fengum gullsmiðinn til að grafa í þau. Í annað þeirra var skrifað "Helena Sif" og "þín mamma" og í hitt var skrifað "Helena Sif" og "þinn pabbi" Hálsmenið sem Helena Sif var grafin með er eitt samsett hjarta frá okkur báðum og við eigum sitthvort hálfa hjartað á móti. 

það glampaði aðeins á þetta útaf flassinu á myndavélinni.

Við keyptum þessa vængi um daginn, er svoldið hrifin af þeim.
Annars vantaði mig bara eitthvað til að myndin yrði fallegri.

Hér sést í hálsmenið mitt :) 


- Sóley

No comments:

Post a Comment