Monday, June 16, 2014

26v3d meðganga eftir missi


Ég trúi því varla að það eru komnir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast, tíminn líður svo sannarlega hratta þessa dagana. Ég er nokkrum sinnum búin að ætla mér að skrifa smá updeit en svo byrja ég bara að skrifa í hringi! Í þetta skipti ætla ég að koma nokkrum línum frá mér þó að ég gæti skrifað endalaust..

Meðgangan sjálf gengur vel, ég er heilsuhraust en oft svoldið þreytt. Krílið stækkar hratt og ég finn að kúlan er öðruvísi í laginu heldur en kúlan mín þegar ég gekk með Helenu Sif. Hún er einhvernvegin framstæðari og þyngri. Stuttu eftir að við fluttum suður byrjaði ég í eftirliti á landspítalanum þar sem meðgangan er talin sem áhættu meðganga. Ég er svona að venjast umhverfinu þarna þar sem þetta er mun stærr og stofnanalegra heldur en á Akureyri. Til að byrja með ætla ég að mæta aðra hverja viku til að byrja með og svo oftar þegar ég verð komin lengra á leið. Mér finnst það passlegt eins og staðan er í dag en ég fæ aðeins að stjórna þessu sjálf.
Ég hugsa að ég sé akkurat á besta tíma meðgöngunnar núna, ég finn miklar hreyfingar og er ekki orðin of þung á mér. Ég er byrjuð í meðgöngusundi og það er ekkert nema frábært þar sem ég er með "sundsýki" á háu stigi.

Almennt séð er mér búið að líða frekar vel alveg síðan á svona viku 18 en þá fór ég að finna reglulegar hreyfingar. Ég hugsa að það hafi líka hjálpað mér að fá það staðfest að við ættum von á litlum strák. Við ákváðum að fá að vita kynið og mér finnst ég ná að tengjast honum betur að einhvejru leiti. Það hjálpar mér líka að skilja þessa meðgöngu frá síðustu meðgöngu þó svo að ég sé alltaf að bera þær saman (eins og flestar konur sem hafa gengið með fleiri en eitt barn gera). Ég náði einhvernvegin að aðgreina meðgöngurnar betur í sundur og átta mig betur á því að þetta er önnur meðganga og annað barn og þó svo að ég viti ekki fyrir víst að þessi meðganga muni enda vel þá hef ég samt góða tilfinningu fyrir henni. Ég er ótrúlega ástfangin af litla stráknum í bumbuni minni og ég veit ekkert betra en að finna hann hreyfa sig og vita að það er allt í lagi með hann. Hann er mér til mikillar gleði mjög aktívur og er mjög duglegur að láta vita af sér.

Ég hef samt fengið nokkur bakslög og þá sérstaklega fyrir ca. 2 vikum. Það fylgir víst sorgini og því að vera að balancera nýrri gleði/von og hræðsluni/sorgini sem býr innra með mér. Sumir hlutir eru erfiðir og aðrir "triggera" gamlar tilfinningar en aðal málið er að komast yfir þessar hindranir og ná að halda í vonina.



Íbúðarmálin okkar eru búin að leysast og nú er bara að bíða eftir mánaðarmótunum þar sem við fáum íbúð afhenta 1. júlí :) Ég hlakka til að koma okkur fyrir á nýju heimili þar sem við erum búin að búa í kössum núna alveg síðan í apríl/maí. Það verður líka voðalega gott að sofa í rúminu okkar aftur! Svo verður líka fínt að hafa nægann tíma í hreiðurgerð áður en litli kútur mætir á svæðið, ég er búin að vera með "cravings" í IKEA núna í nokkrar vikur en ætla ekki að fara fyrr en við erum búin að flytja.

Ég er líka byrjuð að vinna og það gengur ágætlega, suma daga er ég samt rosalega þreytt eftir daginn en það fer að venjast! Síðasta önn í skólanum var aðeins of þægileg að þvi leiti að ég þurft ekki oft að mæta snemma í skólann og það er örugglega ástæðan fyrir því að ég er svona lengi að venjast fullum vinnudegi.


- Sóley