Friday, March 21, 2014

Lítið "leyndarmál"


Ég á lítið leyndarmál sem að er samt ekkert leyndarmál lengur!

Það er til orðatiltæki sem að segir að eftir storminn komi regnbogi sem að færir lífinu lit á ný. Fegurð regnbogans breytir þó ekki öllu, minningin og eftirleikar stormsins er enn til staðar. En Þessi regnbogi færir von um betri og bjartari tíma. Þessvegna er oft talað um „regnboga börn“.
Mig langar að deila með ykkur að ég er ólétt og ég er að vonast eftir því að fá regnboga barnið okkar í hendurnar í miðjum september. Settur dagur á litlu systir eða litla bróðir Helenu Sifjar er 19. September 2014 sem að er ca. mánuði fyrir tveggja ára afmælið hennar.  

Á sama tíma og ég deili þessum gleði fréttum með ykkur þá langar mig að segja að það eru allskonar tilfinningar sem að fylgja því að verða óléttur og að ganga með barn eftir að maður missir barnið sitt. Þessi meðganga er búin að vera mér erfið og ég veit að ég mun ekki verða fullkomlega róleg fyrr en ég heyri þetta barn gráta þegar það kemur í heiminn. Þrátt fyrir allar erfiðu tilfinningarnar sem að fylgja þá sé ég bjarta tíma framundan.  Ég er með mikla von í hjartanu og vonast eftir því að geta notið þess að vera ólétt og að ég nái góðri tengingu við þetta barn. 


Ég hef góða tilfinningu fyrir þessari meðgöngu og oftast er ég bjartsýn og horfi fram á við. Mig langar að blogga aðeins um mína reynslu og mína upplifun og mun að öllu líkindu gera það.

- Sóley


"I deserve this. It is okay to dream. It is okay to hope. Pregnancy can and will be beautifull - for as many days as that may be." - Franchesca Cox




Wednesday, March 19, 2014

Rétta hugarfarið



Það er svo margt fallegt sem að kemur frá Carly Marie 
Nýjasta frá henni eru svona "mantra" sem að ég veit ekki alveg hvað þýðir á íslensku en ætli þetta sé ekki svolítið mind over matter. Hún hefur verið að setja inn nýjar myndir í hverri viku og sumar þeirra eiga ótrúlega vil það sem að maður er að upplifa eða ef maður þarf extra styrk. 



Tuesday, March 11, 2014

Smá updeit


Það er svolítið langt síðan ég skrifaði eitthvað fyrir þessa síðu. Því lengri tími sem leið því erfiðara var að koma sér að verki..

Ég er með fullt af hugmyndum sem mig hefur langað að skrifa um en það er eitthvað sem að stoppaði mig í hvert skipti sem ég ætlaði að koma þeim á blað. Ég er stundum svoítið efins yfir því hversu miklu ég eigi að deila hérna á síðuni minni og hvort ég ætti að búa til nýja síðu þar sem ég get sett lykilorð á hana og stjórnað því svolítið hverjir eru að lesa bloggið. Það er ekki hægt að setja lykilorð hérna á blogger.com þannig að ef ég vill vera með lokaða síðu þá þarf ég að færa mig eitthvert annað. Mig langar samt ekki að missa allt sem ég hef skrifað hér sem að gerir þetta svolítið flókið allt saman!

En að öðru.. Það er ýmislegt að gerast hjá okkur núna. Við ákváðum í byrjun desember að okkur langaði að flytja nær fjölskyldu og vinum þannig að við munum flytja á Akranes í miðjum maí, við erum meira að segja byrjuð að pakka og fórum með nokkra kassa til Reykjavíkur um helgina. Íbúðin okkar er á hvolfi eins og er en þetta er bara tímabundið ástand! haha. Við erum reyndar ekki komin með íbúð á Akranesi enþá en við erum að vinna í því og munum búa hjá foreldrum mínum einhvern hluta að sumrinu.
Ég ákvað líka að hætta í vinnuni sem ég var í til þess að geta einbeitt mér betur að skólanum og sjálfri mér. Það gerðist frekar hratt en ég sé ekki eftir því þar sem að ég þurfti að minka álagið aðeins.
Nú er það bara að einbeita sér að því að klára þessa önn í skólanum sem að er búin að líða mjög hratt og þar á eftir eru flutningar!

Eins og ég sagði áðan þá langar mig mikið að halda áfram að blogga um lífið og tilveruna og það er svo margt sem mig langar til að skrifa um en ég er ekki viss um það hvernig ég ætti að gera það

- Sóley



"Courage, n. It doesn't mean you're not afraid. It means boldly staring fear straight in the face and roaring, fear will not win. Not now, not ever. 
Love will. And love never dies".
-Angela Miller