Saturday, October 15, 2016

Það vantar þig - 4 ár




Í dag eru komin 4 ár frá því að Helena Sif fæddist.
Og í dag er einnig alþjóðlegur dagur barnsmissis.

Mig langar að deila með ykkur ljóði sem ég las á minningarathöfn sem haldin var í Akraneskirkju i morgun.


Það vantar þig

Það vantar þig
Það vantar þig við matarborðið
Það vantar þig inn á heimilð okkar.
Það vantar þig á hátíðardögum, sumarfríum og alla aðra daga.
Litla barnið okkar er farið.


Þú munt ekki halda upp á afmæli, eiga fyrsta skóladaginn eða útskrifast.
Við munum alltaf sakna þín.
Það vantar alltaf einn fjölskyldumeðlim.
Það vantar þig, en samt höldum við áfram.
Þú skildi eftir lítil fótspor í hjörtum okkar.
Þrátt fyrir stutta tilveru
Við höldum minningu þinni á lífi - Þú lifir i hugum okkar og hjörtum.

þrátt fyrir það mun alltaf vanta þig.


Mynd frá Sóley Guðmundsdóttir