Thursday, February 28, 2013

Triggerar

Þegar maður á síst von á einhverju slæmu þá er maður sleginn... Litlir hlutir sem triggera þessar tilfinningar eru frekar algengir, hlutir sem maður býst ekki við að hafi áhrif á mann láta mann fá "sting" í hjartað. 
Í dag var ég að fletta í gegnum Dagskrána og rakst á auglýsingu um að srkáning í meðgöngusund stæði yfir og næsta námskeið ætti að byrja næsta mánudag.

Auðvitað byrja ég að hugsa hvað ef.. 

Hvað ef .. Helena Sif væri hjá okkur í dag.
Ég elskaði að vera í sundi þegar ég var ólétt, naut þess að vera í meðgöngusundi og var búin að ákveða að við ættum alveg pottþétt eftir að fara í ungbarnasund. Ég hafði líka hugsað mér að gefa henni sundnámskeið í jólagjöf afþví að hún átti að vera tveggja mánaða um jólin. 

Ég vildi óska að ég hefði getað skráð okkur í ungbarnasund. 




One day, someday - the day when we are together again, all of this will be one distant memory.

- Sóley

Tuesday, February 26, 2013

thrift song


Það er svo ótrúlegt hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann.. Ég labbaði í skólann í morgun og var að hlusta á útvarpið í símanum mínum þegar þetta lag kom upp..


Mig langað bara að dilla mér og dansa í skólann :) haha. Hefði kanski bara átt að gera það. Almennt séð hlusta ég ekki á svona tónlist en það er eitthvað við þetta lag sem fær mig til að vilja dansa :) 

Annars get ég ekki beðið eftir að þessi mánuður verði búinn. Nóg að gerast í mars og flest sem maður getur leyft sér að hlakka til. Við förum til Reykjavíkur í næstu viku og svo förum við á árshátíð í lok mánaðarins já og svo sumarbústað um páskana. Reydar er heill hellingur af verkefnum og prófum á næstuni en það hjálpar manni bara að komast í gegnum dagana. Fínt að hafa eitthvað að gera og halda sér svona ágætlega busy og tíminn líður hraðar. 

- Sóley


Saturday, February 23, 2013

Litlar stjörnur vaka hér - Allar saman yfir þér

Þegar við vorum að skipuleggja jarðarför fyrir Helenu Sif vorum við sammála um að hafa hana mjög litla og persónulega. Við ákváðum svo að hafa smá tónlist og það tók smá tíma að finna "fullkomnu lögin" sem hentuðu þessum aðstæðum. Við völdum 2 lög af Vögguvísu disknum sem að Hafdís Huld er nýlega búin að gefa út og mér þykir svo rosalega vænt um þessi lög, hlusta reyndar mjög sjaldan á þau en þau skjótast oft upp í kollinum á mér Eitt þeirra heitir "Litlar stjörnur". Það var spilað í byrjun athafnar í kirkjuni, textinn er eitthvað svo fallegur og Hafdís huld syngur það svo vel.

Litlar stjörnur


Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Hátt á himni seint um kvöld, 
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér

Sólin sést við sjónarrönd, 
skín nú yfir fjarlæg lönd.
Bíður þín er dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt, 
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér

Læt lagið fylgja með.

- Sóley

Thursday, February 21, 2013

Rússibana líf


Mér finst ég stundum vera föst í einhverskonar rússibana..
- Stundum líður mér vel og er bara að rúlla áfram í gegnum dagana en svo allt í einu kemur niðursveifla sem að kippir fótunum undan mér. Þessi rússibani fer reyndar ekkert rosalega hátt upp en hann fer stundum aðeins hærra en venjulega og þegar það gerist þá kemur samviskubitið og dregur hann aftur niður.

já, ég sagði það. Samviskubit er eitthvað sem virðist fylgja öllum gleðistundum og ég ræð ekki við það. Í fyrsta skiptið sem ég fór í bíó og hló frekar mikið þá læddist samviskupúkinn að mér þegar ég var komin heim. Eiginlega alltaf þegar ég geri eitthvað skemmtilegt þá fylgir samviskubitið fast á eftir.
Sem betur fer er ég farin að taka eftir því að þetta minnkar með hverju skipti sem ég geri eitthvað en þessi tilfinning er rosalega slæm. Ég átti til dæmis mjög góða daga í Reykjavík og leyfði mér að hafa mjög gaman með vinum sem ég hitti alltof sjaldan. En þegar ég kom aftur heim og fór að slaka á þá mætti þetta blessaða samviskubit og sló mig utanundir.

Ég veit að það er allt í lagi að hlægja og hafa gaman en það er eitthvað þarna innst inni sem reynir að segja mér að mér eigi bara alltaf að líða illa.
Ég veit líka að Helena Sif vill að okkur líði vel og að lífið okkar eigi að vera gott.

Þessi togstreita verður stundum ágætlega stórt vandamál í hversdagsleikanum.

- Sóley



„Þú litla barn sem ég þráði að faðma, umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði geta orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlægja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum“

Tuesday, February 12, 2013

Halló Pollýanna



Eftir slæmann dag í gær ákvað ég að bjóða Pollýönnu vinkonu í heimsókn svona til tilbreytingar. Hún ætlar að hjálpa mér að klára ritgerð sem ég þarf að klára á morgun, vonandi kemst ég sem lengst í dag.

Við erum að fara til Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun og ætlum að eiga góða helgi í bænum. Ég elska að hafa eitthvað til að hlakka til sem að getur hjálpað mér að komast í gegnum hversdagslega gráa daga.

Ég ætla að ...

  • Fara í stuðningshóp
  • Fara út að borða og á Mið-Ísland uppistandið
  • Hitta góðar vinkonur
  • Fara í IKEA !
.. ofl. sem ég hef gaman af :)

ps. ég elska það hvað það er farið að birta mikið til og sólin er farin að sjást aftur.. Sólin hjálpar manni aðeins við að sjá björtu hliðina á lífinu. 

Monday, February 11, 2013

ný ég ?


Ég hugsa að ég verði aldrei eins og ég var áður. Vonandi er ég að breytast á góðann hátt. Mér finst stundum eins og að fólk átti sig ekki alveg á þessu og ég hef gripið sjálfa mig í því að vera að ætlast til meira af sjálfri mér en ég get framkvæmt. Ég efast líka um styrk minn og getu.
Ég er sterkari en ég hafði trúað að ég væri, ég get meira en ég vissi að ég gæti en þegar að kemur að daglegu lífi og að þurfa að "fúnkera" eðlilega þá efast ég virkilega um mig. Ég hef örugglega farið aftur í mannlegum samskiptum þegar kemur að því að halda sambandi við vini eða bara umgangast fólk almennt. Mér líður ágætlega svona ein og get ekki kvartað mikið en stundum vantar mig einhvern til að tala við, helst einhvern sem að skilur mig og hefur áhuga á að hlusta. 



"I wish you understood that losing my baby has changed me. The truth is I am not the same person I was before and will never be that person again. If you keep waiting for me to get back to ""normal" you will stay frustrated. I am a new person with new thoughts, dreams, beliefs, and values. Please try to get to know the real me-maybe you'll still like me."



Á þessari mynd er ég komin 39vikur á leið
Ég fékk loksins smá "pregnancy glow" og leit bara nokkuð vel út komin á steypirinn, enda leið mér rosalega vel alla meðgönguna. 

Tuesday, February 5, 2013

Einn dagur í einu



Markmið síðustu mánaðar hefur verið að lifa bara einn dag í einu.. Þetta hefur nú gengið ágætlega þó svo að hugurinn fari stundum langt fram úr sjálfum sér og ég stend mig að því að hugsa hvað ég sé að fara að gera í sumar. Á sama tíma og maður reynir að halda sig við þetta markmið þá þarf maður líka að hugsa út í framtíðina, plana helgarnar, leyfa sér að hlakka aðeins til þess sem að er framundan og reyna að skipuleggja sig aðeins.

Af einhverjum ástæðum er miklu auðveldara að skipuleggja sig þegar að kemur að skemmtilegum hlutum sem maður getur hlakkað til og búið til einhversskonar "stepping stones" til þess að hjálpa sér að komast í gegnum erfiða daga. Skólaskipulagið mitt hefur algjörlega setið á hakanum og ég er ekki að ná að skipuleggja mig eða einbeita mér þegar að kemur að skóla eða skólaskipulagi. Frestunaráráttan hefur margfaldast og ég fæ mig ekki til þess að gera neitt af viti. Þetta er greinilega eitthvað sem ég þarf að gera eitthvað við, helst í síðustu viku.



Skipulagsráðgjafi óskast!

Saturday, February 2, 2013

Ljótur Draumur





Um 8 leytið í morgun hrökk ég upp úr vondum draumi, í þessum draumi var ég hágrátandi og mér leið svo rosalega illa. Í þessum draumi hafði Gísli dáið. Ég var alein og enginn með mér, búin að missa barnið mitt og manninn minn. Þessi ljóti draumur var í raun ekki draumur heldur martröð, versta martröð sem ég hef fengið. Rosalega var samt gott að vakna og sjá að Gísli var þarna sofandi við hliðiná mér.

Ég fór svo að hugsa út í það hversu gott það væri nú að vakna upp úr þessari raunverulegu martröð sem ég er búin að lifa við síðustu 3 og hálfan mánuð. Ef ég gæti bara vaknað og allt væri eins og það ætti að vera.
Ef ég gæti bara vaknað og Helena Sif væri á lífi.
Ef ég gæti bara vaknað og lífið væri eins og við vorum búin að plana.
En þetta er víst ekki martröð heldur raunveruleikinn minn – Raunveruleiki sem ég er að læra að lifa með og á hverjum degi óska ég þess að minn raunveruleiki væri öðruvísi. Að í mínum raunveruleika væri dóttir okkar með okkur, hún væri 3,5 mánaða og líklegast farin að brosa og hjala til okkar.


 Það er reyndar ótrúlegt hversu fljótt tíminn líður, fyrir akkurat ári síðan 2. febrúar 2012 fékk ég jákvætt óléttupróf og komst að því að við ættum von á barni í oktober sama ár. ALDREI hefði mér nokkurntímann látið mér detta það í hug að eitthvað svona hræðilegt gæti komið fyrir. Um leið og ég vissi að ég væri ólétt fór ég að hugsa út í framtíðina og plana hana með það í huga að við værum 3 manna fjölskylda en ekki bara 2.