Friday, October 4, 2013

Dagur 4


Day 4 - Legacy
Do you believe your child left a legacy behind? It could be something very simple but meaningful.

Ég þurfti að hugsa þetta svolítið áður en ég áttaði mig almennilega á þessu, það er frekar erfitt að þýða þessi stóru ensku orð í nákvæmri merkingu yfir á íslensku.
Helena Sif skildi eftir sig svo mikla ást og væntumþykju, ég veit að ég er voðalega væmin. Það er bara eitthvað óútskýranlegt sem að gerist þegar maður lendir í svona miklu áfalli, eitthvað sem breytist. Ég er miklu væmnari og viðkvæmari en ég hef nokkurtíman verið, ég er opnari og hef eitthvað sem ég hafði ekki áður. 
Það er líka rosalega erfitt að hafa alla þessa ást og umhyggju í garð einhvers en maður veit ekki hvað maður á að gera við hana, ég vildi óska að ég gæti knúsað Helenu mína hvenær sem er. 

Helena Sif gerði mig að mömmu, hún er frumburðurinn minn, hún er dóttir mín og það hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki saknað hennar.

Ætli það sem ég er að reyna að segja með þessu er: Helena Sif kenndi mér að elska á nýjan hátt. 


Myndirnar mínar eru á ensku vegna þess að þetta er alþjóðlegt verkefni og ég er líka að deila þeim á Instagram.

"No one can know how much I love you, because you are the only one who knows what my heart sounds like from the inside."


- Sóley

No comments:

Post a Comment