Monday, October 14, 2013

Dagur 12 og 13


Day 12 Article and Day 13 Book

Við Gísli kíktum aðeins í sveitina yfir helgina og erum nú komin á hótel mömmu í Reykjavík. Við ætlum að vera hérna fram á miðvikudagsmorgun. Á morgun ætlum við að hafa pínu afmæliskaffi og fara síðan í Helgistund í Garðakirkju  Vonandi verður dagurinn bara eins góður og hann getur orðið.

Dagur 12 var á laugardaginn, mér datt engin sérstök grein í hug sem ég gæti sett hingað inn en ætli ég geti ekki bara sagt að net tímaritið Still Standing Magazine  sé "greinin" Ég hef lesið mjög margar greinar þana inni sem hafa hjálpað mér. Ég hef póstað nokkrum þeirra á facebook og deilt þeim hingað inn, en það er engin ein í uppáhaldi. Ég er reyndar ekki hrifin af greinum sem að snúast um guð eða eru of trúarlegar en þá sleppi ég bara að lesa þær.

Dagur 13 sem var á sunnudaginn: Bók. Í lýsingunni á deginum er talað um fullorðinsbækur og sjálfshjálpar bækur en ég hef ekki lesið mikið annað en skólabækur. En ég vil sýna litla barnabók sem við keyptum og létum með í kistuna hennar Helenu. Þetta er "litlu dýrin á bænum" og er bara ein af smábókunum en við höfum lesið þessa bók á mánaðarafmælisdögunum hennar Helenu.

Bókin ásamt bangsa, strumpum og bola hálsmeninu (ég var með þetta hálsmen daglega eftir ca. 20 vikur á meðgöngunni)

- Sóley

No comments:

Post a Comment