Tuesday, October 1, 2013

Capture your grief


Í morgun fletti ég dagatalinu mínu frá september yfir í október, af einhverjum ástæðum er ég búin að kvíða svoldið fyrir þessum mánuði,eða ég hræðist hann svolítið. Ég hræðist þessi tímamót sem eru að koma - settur dagur/dánardagur og svo afmælisdagurinn hennar Helenu Sifjar. Mér er búið að líða frekar illa síðustu vikur og  líður einhvernveginn eins og að 15. oktober eigi að vera einhver endapunktur í sorgarferlinu en þegar ég hugsa aðeins betur út í það þá er það ekki rétt. Þetta er bara rétt að byrja og ég er bara rétt að læra að lifa með sorgini. 

15. oktober er ekki bara afmælisdagurinn hennar Helenu Sifjar heldur er það líka "international pregnancy and infant loss awareness day" (Ég veit ekki hvernig ég á að þýða þetta rétt.) En þann dag mun verða haldin minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnamissi í Garðakirkju. Við ætlum að taka okkur frí og fara suður og eiga góðan dag saman.

Ég ákvað að taka þátt í viðburði sem á sér stað í oktober þetta er alþjóðlegur viðburður sem snýst um að taka eina mynd á dag, hver dagur hefur sitt þema og ég ætla að gera mitt besta í að fara eftir reglunum en maður má breyta til og þarf ekki að taka þátt á hverjum degi frekar en maður vill. Ég er að gera þetta fyrir MIG en það er gaman að fá að deila þessu með öðrum. 

Hér eru leiðbeiningarnar

Verkefni dagsins:

Day 1 - Sunrise
Ég var ekki vöknuð nógu snemma til að ná sólarupprás en ég tók bara mynd af sólini og falega útsýninu okkar hérna á Akureyri


- Sóley

1 comment:

  1. Ég vissi ekki af þessu ætla að taka þátt í þessu frá með daginum í dag, takk fyrir að deila . -Helena.

    ReplyDelete