Thursday, May 23, 2013

Smá svona quotes




Stundum þarf maður bara að bíða þangað til að storminum líkur, þar sem maður getur ekki alltaf ráðið því hvað gerist í lífinu.





Sunday, May 19, 2013

No help for that

there is a place in the heart that
will never be filled

a space

and even during the
best moments
and
the greatest
times

we will know it

we will know it
more than
ever

and

we will wait
and
wait

in that
space


Monday, May 13, 2013

A Mother is not defined..


“A Mother is not defined by the number of children you see, but by the love that she holds in her heart.” – Franchesca Cox

Ég lít á sjálfa mig sem móðir, ég á barn. Barnið mitt á mömmu sem elskar það, mömmu sem hugsaði vel um það, mömmu sem mundi gera allt sem hún gæti til þess að fá að hafa það sjá sér. 
Mér fannst gærdagurinn svoldið erfiður þó svo að ég hef aldrei haldið upp á mæðradaginn af einhverju viti. Stundum var mamma heppin og fékk eitthvað heimagert kort eða föndur úr skólanum, stundum blóm en ég hef ekki verið sú duglegasta við að muna eftir og halda upp á þennan dag.
Þegar ég er sjálf orðin móðir, móðir án barns þá var þessi dagur svoldið erfiður fyrir litla "mömmuhjartað" mitt. Ég reyndi að forðast facebook eins og ég gat, ég var líka að vinna á morgunvakt í gær þannig að dagurinn varð frekar fljótur að líða. Við Gísli skelltum okkur svo í smá bíltúr eftir vinnu og grilluðum  lambalæri um kvöldið. Þegar ég hugsa út í það þá hefði þessi dagur örugglega bara verið venjulegur sunnudagur ef við hefðum haft Helenu Sif hjá okkur vegna þess að við erum ekkert mikið að halda upp á þessa daga (bóndadag, konudag ofl. )





Síðasta prófið var á föstudaginn og ég vona bara að ég hafi náð því. Ég er svoldið stolt af sjálfri mér að hafa klárað önnina sem er 30 einingar. Ég skil reyndar ekki hvernig ég gat það því suma daga, sérstaklega í byrjun annar þar sem ég var eins og hálfgerður zombie, mætti í skólann og fór svo aftur heim. Það einhvernveginn vantaði allt líf í mig. Ég skilaði öllum verkefnum og kláraði próf og nú er bara að bíða eftir einkunnum, en ég býst ekki við miklu þessa önnina (bara gott að ná öllu).

Ég rakst á þetta vídjó áðan og það er svo fallegt og falleg hugsun á bakvið það.


- Sóley

Wednesday, May 8, 2013

Frestunarárátta


Það er svoldið erfitt þegar að hausinn á manni er kominn í skólafrí langt á undan áætlun. Ég á eitt próf eftir, prófið er á föstudaginn og ég bara get ekki lært fyrir það! Einbeitingarleysi og frestunaráráttan haldast í hendur í þetta skipti og koma í veg fyrir að ég sé búin að vera að lesa sögu glósur og einbeita mér að efninu sem verður til prófs.



Uppáhaldsmánuðurinn minn er reyndar mættur og það sem er búið af honum er búið að vera fljótt að líða. Við ætlum að kíkja í sauðburð í næstu viku og reyna að stoppa þar í viku ef allt gengur eftir áætlun :) Á sama tíma verður fermingarveisla hjá yngsta bróðir mínum og 3 frændsystkinum. Svo er það afmælið mitt í lok mánaðarins. - Ég held svei mér þá að þessi mánuður muni líða hratt. (sumarið ætti líka að fara að koma)



Það eru allavega bjartir tímar framundan (þegar ég næ að klára þetta próf)

- Sóley

Sunday, May 5, 2013

Bereaved mothers day


Í dag er alþjóðlegur dagur mæðra sem eru án barnanna sinna. Ég finn ekki nógu gott íslenskt orð fyrir "bereaved". En ég ákvað að taka þátt i honum vegna þess að mér finst þetta falleg hugsun og sagan á bakvið upprunalega mæðradaginn er allt önnur heldur en þessi dagur er orðinn. Hér eru upplýsingar um þennan dag.


Í raunini er þessi dagur ekki ólíkur öðrum dögum en mér finst falleg hugsun á bakvið hann. Ég valdi mér fjólublátt blóm vegna þess að það er liturinn hennar Helenu :)


Við fórum í ör-ferð til Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið og komum heim á nýjum bíl í gær :) Ég var á kvöldvakt í gær og þessvegna þurftum við að bruna heim á laugardagsmorgni. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að hafa lengri tíma í bænum. Annars er skólinn alveg að verða búinn og það er bara eitt próf næsta föstudag (sem ég er ekki alveg að nenna að læra fyrir). En það verður gott að komast í "sumarfrí" þar sem þessi önn er búin að vera frekar strembin andlega séð en ég skilaði öllu af mér og mætti ágætlega þannig að vonandi verða einkunnirnar ekki neitt rosalega slæmar.

- Sóley