Thursday, October 3, 2013

Dagur 3


Day 3 - Myth

Þegar fólk segir eitthvað sem maður er ekki sammála eða þá að orðin særa án þess þó að fólk átti sig á því að það sé að særa mann. 

"Þið eruð svo ung, þið getið eignast önnur börn" 



 Í fyrsta lagi þá kemur ekkert barn í staðin fyrir barnið sem við misstum. 
Í öðru lagi þá er það ekkert öruggt að fólk geti eignast börn þó svo að það sé ungt.

Mig langar að eignast fleiri börn, helst 2-3 í viðbót en þó svo að mig langi að eignast önnur börn þá langar mig að fá að hafa frumburðinn minn með mér. Barnið/börnin sem við munum vonandi eignast í framtíðini eiga ekki og munu ekki koma í staðin fyrir Helenu Sif. Þau verða aðrir einstaklingar og ég vil aldrei að þeim muni líða eins og þau séu einhverskonar "vara-börn". 

Ég veit að fólk meinar vel en samt sem áður hjálpar þetta ekki mikið.

- Sóley





No comments:

Post a Comment