Tuesday, April 30, 2013

Styrkur

Hugrekki og styrkur eru eiginleikar sem allir búa yfir. Þú veist bara ekki hversu sterk þú ert fyrr en þú virkilega hefur ekki aðra valmöguleika og verður þar að leiðandi að sýna hugrekki og finna styrkinn sem býr innra með þér. 

Fyrst þoldi ég ekki þegar fólk sagði við okkur að við værum svo dugleg og sterk þar sem við höfðum ekkert val um annað. Við urðum bara að horfast í augun við raunveruleikann og halda áfram þar sem það var ekkert annað í boði. Fólk hugsar og segir oft: "ég gæti ekki lifað ef barnið mitt mundi deyja". Þetta eru auðvitað aðstæður sem að enginn vill nokkurntímann lenda í sjálfur en þegar að maður er settur í aðstæður sem maður ræður ekki við þá getur maður ekki annað en tekið við þeim og unnið úr því sem gerist. Ég veit að allir meina vel en maður tekur ýmsa hluti alltof nærri sér þegar maður er í djúpri sorg.
Fólk hræðist þetta óþekkta, hluti sem þeir geta ekki einu sinni ímyndað sér að muni nokkurntímann koma fyrir þau. En innst inni búa flestir yfir meiri styrk en þau nokkurtímann gætu ímyndað sér.

Ég hef þennan styrk, ég veit að ég get verið hugrökk. Ég veit að ég get þetta en ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að komast að því á þennan hátt. 






Ég er ekki að segja að ég sé einhver ofurhetja eða að ég muni sigra heiminn en ég er bara búin að vera að átta mig á því betur með hverjum deginum að það er eitthvað til í því sem að fólk sagði fyrstu vikurnar eftir að Helena dó (Ég þoldi það reyndar ekki þá).

Í þessari viku förum við í síðasta skipti í stuðningshópinn sem við erum búin að vera í síðan í febrúar. Við megum taka með okkur eitthvað sem tengist barninu okkar og ég ákvað að búa til smá myndaalbúm sem ég ætlaði að vera löngu búin að gera, en af einhverjum ástæðum hef ég frestað því alltof lengi. Ég prentaði út alveg 40 myndir og setti þær í lítið fjólublátt albúm. Ég hef ekki sett myndir af Helenu Sif á netið og mun ekki gera það en það eru myndir af henni hérna heima hjá okkur og hjá ömmum og öfum. Ég sé samt svoldið eftir því að hafa ekki verið búin að gera svona albúm fyrr vegna þess að það eru alveg einhverjar vinkonur mínar sem hafa aldrei séð myndir af henni.

- Sóley




Friday, April 26, 2013

Someone is missing


Someone Is Missing

Someone is missing from our dinner table,
from our bedroom and our home.
Someone is missing from holiday celebrations,
family vacations and everywhere in between.
Someone is missing from our lives,
Our littlest one is gone.
She will not have birthday parties, graduations, or celebrations.
We will miss her throughout eternity
and our family will never be complete.
Someone is missing, yet we go on.
Our lives are touched by her.
Changed forever by her brief existence.
Her memory we keep alive.
She lives only in our hearts and minds,
We were blessed by her short life.
Our love for her forever strong.
Even though...someone will always be...MISSING.
- D. Lutz




Ég er algjör sucker fyrir svona ljóðum og fallegum quote-um sem ég tengi við og hika ekki við að deila þeim hingað inn. Ég breytti þessu reyndar smá og setti "she" í staðin fyrir "he" til þess að það passaði betur við mína fjölskyldu. 

Skólinn er alveg að verða búinn, er búin að klára verkefni og próf í 3 símatsáföngum svo það eru "bara" tvö próf eftir þangað til "sumarfríið" byrjar. Eins og venjulega verð ég að vinna í allt sumar en ég verð líka að vinna um helgar vegna þess að ég er í vaktavinnu. Vonandi verður gott veður á fríhelgunum mínum þannig að við getum notað tjaldvagninn aðeins meira heldur en síðasta sumar. 

- Sóley

Tuesday, April 23, 2013

keep on..


það getur verið erfitt að halda í vonina suma daga en maður hefur víst ekkert val um að halda áfram. 





Þetta var mjög vinsælt lag síðasta sumar, eftir að ég las textann þá fór ég stundum að gráta þegar ég heyrði það (kanski höfðu óléttuhormónarnir eitthvað með það að gera) En það er eitthvað svo fallegt við þetta lag. 



- Sóley

Wednesday, April 17, 2013

Þetta skrýtna líf


 Oft er talað um að gleði og sorg séu systur sem að haldast í hendur, það er nefnilega svo rosalega stutt þarna á milli. Gleðin getur líka breyst í sorg á svo rosalega stuttum tíma, allt í einu er kippt undan manni fótunum. Fallið er mismikið en maður þarf víst að standa upp aftur og halda áfram, það tekur bara tíma. 


Mig langar líka að deila þessari síðu með ykkur, þarna eru bæklingar sem voru gefnir út í vetur. Einn þeirra er ætlaður fyrir aðstandendur og hinir eru fyrir foreldra sem missa á mismunandi tímum meðgöngunnar. Bæklingurinn sem að er ætlaður aðstandendum kom sér að góð gagni í okkar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hann. Það er reyndar rosalega skrýtin tilviljun að Helena Sif fæddist á degi sem er tileinkaður fósturlátum og barnamissi. Á þessum tíma var mikil umræða í fréttum og blöðum og við fengum allskonar hugmyndir sem við gátum nýtt okkur þegar við áttum okkar tíma með Helenu og fyrir jarðaförina. Við létum til dæmis búa til fóta og handaför úr einhversskonar "gifsi" og svo keyptum við hálsmen sem við fengum gullsmið til að grafa í fyrir okkur. Þetta eru ómetanlegir hlutir sem að okkur hefði aldrei dottið í hug að gera upp á okkar eigin frumkvæði. Við vorum líka svo dofin á þessum tíma að ég hefði örugglega ekki gert neitt sem við gerðum ef fólkið okkar hefði ekki verið duglegt að hjálpa okkur og standa við bakið á okkur. 

Hérna eru handar og fótarförin
Það glampar reyndar á hálsmenið en á hennar meni 
stendur Þín mamma/þín pabbi og á okkar stendur  Helena Sif. 
Ég er alltaf með mitt á mér.

Mig langar að þakka fyrir rosalega jákvæðar og góðar móttökur við blogginu mínu. Ég skrifa að mestu leyti fyrir sjálfa mig en veit líka að það eru einhverjir sem vilja fá að fylgjast með.
Ákvað líka að vera frekar með sér síðu í staðin fyrir að deila öllu á facebook, þið getið bara komið hingað inn þegar þið viljið.



Annars hef ég það ágætt í dag, er reyndar búin að vera mjög viðkvæm alla vikuna en get tengt það við þennan tíma mánaðarins. Alltaf í kringum "mánaðar-afmæli" virðist koma smá lægð en hún er mismikil og birtist á ólíka vegu. 
- Sóley

Monday, April 15, 2013

6 mánaða engill



Í dag eru 6 mánuðir síðan að litla fallega stelpan mín fæddist sofandi inn í þennan heim. Ég sakna hennar svo mikið að orð fá því ekki lýst. 
Ég veit að ég á ekki að hugsa svona en 6 mánaða barn er farið að gera heilann helling. Á þessum aldri eru börn orðnir miklir karakterar og ég hugsa oft hvernig ætli Helena Sif hefði orðið. Ég á örugglega alltaf eftir að hugsa aðeins út í það hvað ef, sérstaklega þegar ég sé börn sem eru fædd á svipuðum tíma og hún. 


Þessir sex mánuðir hafa verið fullir af allskonar tilfinningum, góðum og slæmum. Þeir hafa í raun einkennst af rússibana sem ég get ekki stoppað. Suma daga er ég alveg í rusli, aðra rosalega dofin og enn aðra hef ég það ágætt. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki sama manneskja og ég var fyrir sex mánuðum, ég mun líklegast aldrei verða eins og ég var. Ég mun ekki eiga áhyggjulausa meðgöngu aftur og er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með dóttir minni þó að hann hafi ekki verið langur.
Ég ákvað strax að halda minningu Helenu Sifjar góðri, ég vil frekar fagna því að hún hafi verið til heldur en að lifa í eftirsjá og láta þessa atburði buga mig. Það er ekki auðvelt að fara eftir þessu, langt frá því. En ég reyni eftir besta móti að halda í góðu minningarnar og þetta líf sem við bjuggum til og ég átti 9 mánuði með. Í framtíðini vil ég halda upp á afmælið hennar og sá dagur mun líklegast alltaf vera tileinkaður litlu  fjölskyldunni minni.. :)

Það er rosalega erfitt að halda í bjartsýnina og jákvæðnina. Þar sem að svartsýnin er auðveldari, hún kemur líka alveg sjálfkrafa stundum og það er erfitt að breyta hugsunarhættinum. Þetta mun taka mun lengri tíma, ég er enþá að syrgja dóttir mína og mun halda því áfram í gegnum lífið. Ég vona bara að ég nái betri sátt, því að ég veit að ég get ekki breytt fortíðini þó svo ég vildi óska þess að það væri hægt og ég veit að þetta mun fylgja mér í gegnum lífið. Það er bara mitt val að ákveða hvernig ég ætla að takast á við erfiðleika.

Í dag er ég óvenju bjartsýn, það er svoldið skrýtið að vera svona sorgmæddur innst inni í hjartanu en geta samt haldið áfram og lifað "eðlilegu" lífi (hvað sem eðlilegt er).

Ég læt ljóð sem hefur hjálpað mér mikið síðustu mánuði fylgja með. Það segir svo mikið og talaði til mín fyrstu dagana 


Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín. 
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.

Segðu pabba að ég elsk'ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð'onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín, 
kennd'onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.

Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það fra mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.

Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu a leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín 
og tár þín verða gleðitár því að ég verð ávallt þín. 


Vonandi fara góðu dagarnir að verða enþá fleiri 
- Sóley










Friday, April 5, 2013

Nýrnasteinn og Morfíndraumur


Eftir vinnu í gær gat ég varla staðið eða setið uppi fyrir verkjum í maganum sem leiddu út í bak. Ég reyndi að fara í sturtu og sjá hvort það hjálpaði til við bakverkinn, tók svo verkjatöflu og reyndi að leggja mig, það tókst nú ekki. Hver hreyfing var sársaukafull. Þegar klukkan var að verða 8 þá ákváðum við að drífa okkur á læknavaktina sem er á spítalanum hérna á Akureyri. Eftir svolitla bið, og skoðun hjá læknum fékk ég morfín í æð og þá loks gat ég slakað á. Ég held að ég hafi ekki upplifað jafn slæman sársauka síðan ég var í hríðum. Læknarnir töldu mig vera með nýrnasteina og létu mig fá stíl sem átti að hjálpa til við að slá á verkina. 

Við fengum svo að fara heim með einhver lyf og ég átti að mæta daginn eftir í myndatöku til þess að finna nýrnarsteinana.

Í nótt dreymdi mér svo draum þar sem að ég og Gísli vorum að fara að svæfa barnið okkar sem var svona ca. 6 mánaða. Barnið var ekkert á því að fara að sofa þannig að við enduðum á því að vera að kítla það og knúsa. Það hló og brosti svo fallega til okkar. Þetta var bara eitthvað ungabarn, kom aldrei fram hvort að þetta hefði verið stelpa eða strákur en brosið var mjög fallegt og einlægt. Helena Sif ætti að vera næstum því 6 mánaða en þetta var ekki hún, eða ég held allavega ekki. 

Svo fór ég upp á spítala í morgun í sneiðmyndatöku og skuggamyndatöku. Það fanst reyndar bara einn steinn en hann fer svo vonandi bara sjálfur. Ég mun allavega eyða fyrstu vinnuhelgini minni heima með parkódín og vatni! Reikna ekki með því að verða starfsmaður mánaðarins eftir að hafa hringt og látið vita að ég mæti ekkert í vinnu um helgina. Ég fer svo í skoðun á mánudaginn til þess að sjá hvort að steinninn skili sér ekki örugglega.


Það getur verið svo skrýtið með þessa drauma hvað þeir hafa mikil áhrif á mann. Mér leið frekar vel þegar ég vaknaði, en kanski var það bara samanspil af verkjalyfjum :) 


Tuesday, April 2, 2013

Litlu hlutirnir


Það eru kanski ekki allir sem skilja hversu mikilvægt það er fyrir mig að sjá nafnið á dóttir minni á Íslendingabók en þetta skiptir mig miklu máli. 
Hún er ekki skráð undir okkur í þjóðskrá vegna þess að hún fæddist andvana en nú er hún skráð undir okkur á Íslendingabók <3


Ég þurfti bara að senda einn tölvupóst og viku síðar var nafnið hennar komið inn. Rosalega þykir mér vænt um þetta :) Ekki það að ég þurfi einhverja viðurkenningu heldur meira upp á minningu hennar, hún verður skráð þarna ásamt systkinum sínum í framtíðini. 


- Sóley 
( 2 blogg á dag koma skapinu í lag ) 

Home Sweet home


Við komum heim úr sumarbústaðnum í gærkvöldi :) Það er alltaf gott að komast heim, þó svo að við áttum rosalega góða páskahelgi í Svignaskarði. Við vorum með stórann bústað sem að var mjög flottur, við gátum tekið á móti gestum og það var nóg pláss fyrir alla. 

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í skírn hjá litlu frænku hans Gísla, fjölskylda hennar býr í Noregi þannig að við vorum ekki búin að hitta þau áður. Mér kveið svoldið fyrir því að hitta hana vegna þess að ungabörn "hræða" mig svoldið. (Það er rosalega erfitt að útskýra þessa tilfinningu) En ef ég ætti að reyna þá tengist þetta að mestu leiti því sem ég missti, ég hef ekkert á móti öðrum börnum eða gleði annarra heldur á ég erfitt með það að fá ekki að upplifa það sem ég átti að fá að upplifa. Ég mun ekki heyra dóttir mína hlægja, eða sjá hana brosa. Hún mun ekki byrja að skríða eða sitja sjálf. Allir þessir litlur sigrar, allt sem maður var búinn að plana. Þetta litla líf sem fékk ekki að taka þátt. Ég fæ bara að hafa Helenu Sif í hjartanu mínu en ekki í fanginu og það er rosalega erfitt. 
Ég náði að njóta dagsins, það var rosalega fallegt veður og allt gekk vel.  Mér fanst reyndar ótrúlegt hvað litla Eydís Ósk var ólík Helenu Sif, hún var rúmlega tveggja mánaða en mér fanst eins og hún væri minni heldur en Helena var þegar hún fæddist. 

Restin af helgini fór í rólegheit, spil, bjór og súkkulaðiát. 
Við fórum alveg nokkrum sinnum í pottin og mér leið á tímabili meira eins og ég væri í sumarfríi heldur en pásafríi. Veðrið var svo gott og það var ekki neitt rosalega hátíðarlegt hjá okkur. Við til dæmis grilluðum hamborgarhrygginn í hádeginu á sunnudeginum *Nomm* Ég held líka að það hafi hjálpað mér að komast í gegnum páskana að það var allt svo "ó-páskalegt". Ég fékk samt smá svona samviskibit yfir mig á leiðini heim í gær og ég veit ekki alveg hversvegna. 




Á morgun byrja ég í nýrri vinnu. Ég er að fara að vinna við heimaþjónustu hérna á Akureyri, byrja í 50% starfi meðan ég er að klára önnina í skólanum og svo get ég vonandi bætt við mig um leið og prófin eru búin. 
Það verður örugglega rosalega mikið a gera hjá mér í apríl, lokaverkefni og próflestur já og nýja vinnan! Tíminn mun pottþétt líða rosalega hratt og vonandi næ ég að gera mitt besta í öllu sem ég er að fara að gera.