Thursday, October 17, 2013

Dagar 16 og 17


Dagarnir voru allir komnir í klessu þar sem ég var ekki mikið í tölvuni þessa daga sem við vorum í sveitini og í Reykjavík en ég er að vinna þetta upp :)

Day 16 - Season
Share what certain seasons or holidays mean to you now. What season did your baby die in? What season were they concieved/born in? Etc. Do you dread those seasons now? Are they more meaningfull to you because of your baby?


Akkurat núna get ég ekki valið neina eina árstíð, það var reyndar voðalega kósý haust síðustu dagana sem ég var ólétt og myndirnar sem Guðbjörg tók af mér þegar við fórum í göngutúr í Kjarnaskóg eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessar myndir eru teknar viku áður en Helena Sif fæddist.
Ég komst að því að ég væri ólétt 2. febrúar og þá var vetur, mjög líklegast snjór og myrkur hérna fyrir norðan en það góða við myrkrið er að þá getur maður kveikt á fleiri kertum og kúrað sig í teppi. 


Day 17 - Time
How long has it been since your baby died.


Í dag er eitt ár og tveir dagar (367 dagar) síðan að Helena Sif fæddist.
Það er næstumþví komið ár síðan ég sá hana síðast. (360 dagar)


Allir þessir mánuðir
Alla þessa mánuði - Hjartað þitt sló svo sterkt
Allir þessir mánuðir - Eru nú svo hljóðlátir
 Alla þessa mánuði - Litli líkaminn þinn hreyfði sig svo kröftulega
Allir þessir mánuðir - Eru nú svo kjurrir.
Allir þessir mánuðir án þín.

 - Sóley 


No comments:

Post a Comment