Friday, August 23, 2013

Gríman mín



Það getur verið erfitt að koma hugsunum sínum og pælingum í orð og ég elska að lesa eitthvað á netinu sem mér finnst ég alveg eins hafa getað skrifað sjálf, eitthvað sem er orðað svo vel og fallega. Hér er greinin sem ég las áðan.

Það er nefnilega þannig að þó svo ég vildi að vinir mínir gæti skilið hvernig mér líður þá vil ég það ekki. Ég vil ekki að aðrir þurfi að upplifa sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt.

Ég á þessa fínu grímu sem ég set alltof oft upp, grímu sem er mér nauðsynleg í vinnuni og skólanum. Gríma sem segir "það er allt í lagi" þó svo að það sé það ekki. Suma daga er þessi gríma ekki nógu sterk en því lengur sem tíminn líður því sterkari virðist hún verða. Oftast kemur þessi gríma að góðum notum, hún hjálpar mér að komast í gegnum daginn ef mér líður illa en stundum er hún fyrir og kemur í veg fyrir að ég sýni tilfinningar mínar nákvæmlega eins og þær eru.

- Sóley
"Sure I will laugh, I will love, I will live...but I will do all of those things missing my child. Always."

Wednesday, August 14, 2013

Aþví bara


Stundum virðist allt svo yfirþyrmandi allt í einu
Tómleikinn meiri í dag en í gær
Stundum þarf maður bara að gráta - Afþví bara



"The friend who can be silent with us in a moment of confusion or despair, who can stay with us in an hour of grief and bereavement, who can tolerate not knowing . . . not healing . . . not curing . . . that is a friend indeed."~ Henri Nouwen

- Sóley

Monday, August 12, 2013

Bumps along the way


Ég er búin að vera að fylgjast með youtube video bloggi hjá fólki sem hefur gengið í gegnum það sama og við. Ég er fastagestur á síðunum þeirra Bumps along the way og daily bumps það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim og þeirra sjónarhorni á lífinu, þau voru til dæmis að eignast strák og maður gat fylgt þeim ut alla meðgönguna (meðganga eftir andvana fæðingu)

Vinir þeirra sömdu lag um Oliver litla og myndbandið við lagið er svo fallegt og sýnir ferlið þeirra nokkuð vel, mig langar bara að deila þessu myndbandi



- Sóley

Thursday, August 1, 2013

When I think of angel

Ég er búin að vera voðalega léleg í blogginu síðasta mánuðinn, ég er sem betur fer búin að hafa nóg að gera í vinnuni og við höfum verið dugleg að ferðast þegar ég á fríhelgar. 

Ég hef oft ætlað að blogga um eitthvað sem að gerist eða einhverjar tilfinningar sem ég hef verið að berjast við en stundum hef ég ekki orð yfir það og er hrædd við að deila einhverju persónulegu þar sem að bloggið mitt tengist ekki bara mér sjálfri heldur líka þeim sem standa mér næst. 

Við fengum þennan kertastjaka frá pabba og Rannveigu þegar að við vorum á spítalanum að bíða eftir að fæðingin færi almennilega af stað, mér þykir rosalega vænt um hann og það er alltaf kveikt á kerti í honum á stofuborðinu okkar þegar við erum heima. 

Tíminn líður of hratt en samt ekki nógu hratt suma daga, mig langar í lengra sumar og fleiri útilegur en við ætlum að reyna að fara í eitt ferðalag í viðbót (helgina eftir versló). Vonandi fáum við gott veður og getum klárað sumarið á skemmtilegann hátt. Það styttist í að skólinn byrji aftur og ég er tilbúin að takast á við það sem veturinn hefur upp á að bjóða. 

Talandi um að það sé að koma vetur..Þetta er útsýnið út um eldhúsgluggann minn núna í kvöld <3 
Það er svo margt sem mig langar að skrifa um, alskonar litlir eða stórir hlutir sem skipta mig máli. Vonandi mun ég finna réttu orðin og þá á ég eftir að deila því hérna á litlu bloggsíðuni minni. 

- Sóley

"Godspeed to you angel
where ever you go
although you have left
I want you to know

My heart's full of sorrow 
I wont let it show
I'll see you again
when it's my time to go"
-KK

(Þetta lag er svo fallegt, það komu nokkur tár þegar ég heyrði KK syngja það í sjónvarpinu áðan)