Wednesday, October 9, 2013

Dagur 9

Day 9 music


Það fyrsta sem kom upp voru lögin sem við spiluðum í  jarðaförini hennar Helenu Sifjar. Ég hlusta ekki oft á þau en það er eins og þau "poppi" stundum upp í hausnum á mér

Þetta eru þrjú lög: Tvö þeirra eru af vögguvísu disknum hennar Hafdísar Huld. Okkur fannst vögguvísur vera við hæfi og prófuðum að hlusta á þennan nýja disk, ég féll alveg fyrir honum og þá sérstaklega þessum tveim lögum sem við völdum. Litlar stjörnur og Ævintýralönd. Textarnir eru samdir af Hafdísi Huld og annað lagið er samið af Hafdísi og manninum hennar.

Fyrsta lagið er: Litlar stjörnur  mér tekst ekki að setja videoið inn í bloggið en það er á youtube. Þetta var lag númer eitt í jarðaförini og þetta er lagið sem að situr mest í mér, það er eins og textinn sé rosalega fastur í hausnum á mér. (það er samt ekkert slæmt að fá þetta lag á heilan) Textinn er líka mjög fallegur:

Litlar stjörnur vaka hér
allar saman yfir þér. 
Hátt á himni seint um kvöld,
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Sólin sest við sjónarrönd, 
skín nú yfir fjarlæg lönd. 
Bíður þín nú dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt,
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.


Lag númer tvö er lagið Umvafin englum sem að er sungið af Guðrúnu Gunnarsdóttur. það lag er meira tilfinningaþrungið og ég á frekar erfitt með að hlusta á það, það er einhver tilfinning sem kemur upp þegar þetta lag er spilað. Ég man eftir atviki sem kom upp á aðfangadag síðustu jól sem tengist þessu lagi. Við vorum búin að borða og vorum alveg að fara að opna pakkana og útvarpið var í gangi, bara lágt stilt með svona rólegri og þægilegri tónlist (líklegast rás2) en allt í einu kemur þetta lag og það sló mig alveg út af laginu. Það er alveg ótrúlegt hvað tónlist getur haft mikil áhrif á mann.


Þriðja lagið er ekki á youtube en ég læt textann fylgja með hérna, lagið og textinn er rosalega fallegt saman. Það er hægt að hlusta á smá sýnishorn á tónlist.is lagið er númer 8

Ævintýralönd
Ef þú lokar litlu augunum
sérðu ævintýralönd,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu mjúka gyllta strönd.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Ef þú lokar litlu augunum
sérðu fjöllin fagurblá,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu fugla fljúga hjá.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Ef þú lokar litlu augunum
sérðu fiska synda í sjó,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu uglu sofa í snjó.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Mig langar að bæta einu lagi við sem að var miki spilað sumarið 2012 en það er lagið Small Bump með Ed Sheeran. Þetta lag var samið fyrir vinkonu Ed sem að missti barnið sitt á meðgöngunni. Þegar ég heyrði söguna á bakvið lagið þá varð ég oft svona hálf sorgmædd þegar það var spilað í útvarpinu, já ég man eftir að hafa farið að gráta (elsku óléttu hormónar) en á þessum tíma hefði mér aldrei dottið það í hug að ég ætti eftir að lenda í svipuðum aðstæðum og þetta lag er um.
Enn í dag þykir mér vænt um þetta lag, það er eitthvað við það.




No comments:

Post a Comment