Thursday, February 28, 2013

Triggerar

Þegar maður á síst von á einhverju slæmu þá er maður sleginn... Litlir hlutir sem triggera þessar tilfinningar eru frekar algengir, hlutir sem maður býst ekki við að hafi áhrif á mann láta mann fá "sting" í hjartað. 
Í dag var ég að fletta í gegnum Dagskrána og rakst á auglýsingu um að srkáning í meðgöngusund stæði yfir og næsta námskeið ætti að byrja næsta mánudag.

Auðvitað byrja ég að hugsa hvað ef.. 

Hvað ef .. Helena Sif væri hjá okkur í dag.
Ég elskaði að vera í sundi þegar ég var ólétt, naut þess að vera í meðgöngusundi og var búin að ákveða að við ættum alveg pottþétt eftir að fara í ungbarnasund. Ég hafði líka hugsað mér að gefa henni sundnámskeið í jólagjöf afþví að hún átti að vera tveggja mánaða um jólin. 

Ég vildi óska að ég hefði getað skráð okkur í ungbarnasund. 




One day, someday - the day when we are together again, all of this will be one distant memory.

- Sóley

No comments:

Post a Comment