Wednesday, March 27, 2013

Páskahelgin


Það kemur mér svosem ekkert á óvart en það snjóaði alveg svoldið mikið í nótt! Vonandi hefur það ekki áhrif á færðina suður. Við leggjum af stað í sumarbústaðinn um leið og Gísli verður búinn að vinna í dag. Það er reyndar svoldið mikið sem ég þarf að gera og vesenast þangað til ég sæki hann í vinnuna en ég er ekki að nenna að byrja að pakka og vesenast alveg strax.. 


Við ætlum svo að eyða helgini í sumarbústað í Svignaskarði. 
Gleðilega súkkulaðihátíð :) 

- Sóley


Sunday, March 24, 2013

Góð helgi


Eftir nokkra slæma daga átti ég mjög góða helgi. Við fórum á árshátíð með vinnuni hans Gísla og skemmtum okkur mjög vel. Árshátíðin var haldin á Húsavík og við gistum á fosshóteli í tvær nætur. Við komum á húsavík um 6 leytið á föstudeginum, fórum út að borða með nokkrum vinnufélögum hans og mökum, svo var bara herbergispartý og svona uppi á hóteli. 
Á laugardeginum fórum við að skoða Laxárdalsvirkjun og um kvöldið var árshátiðin sjálf og ball með Hvanndalsbræðrum. Það var 80' þema á árshátíðini og fólk tók því mis alvarlega. Ég ákvað að taka þátt en fór ekki "all in" 

Sést ekki nógu vel á þessari mynd en ég var með mjöööög bleikan og fjólubláann augnskugga og svo var ég með hliðartagl sem ég túberaði smá :) 


Gísli datt aðeins inn í mottumars svona víst að mars er alveg að verða búinn :) 


Eins og ég sagði þá var ball með Hvanndalsbræðrum eftir árshátíðina sjálfa og djöfull eru þeir góðir á balli. Þeir spiluðu fullt af 80' tónlist, sín lög og allt milli himins og jarðar. Við gátum allavega dansað rosalega mikið.

Þegar við komum svo heim í dag tók letin völd, Grey's anatomy og sófinn var meira spennandi en skólaverkefni og tiltekt. En sunnudagar eru nú svoldið miklir letidagar.
Næstu dagar verða svo vonandi skemmtilegir. Við ætlum að fara í sumarbústað yfir páskana og leggjum af stað þangað þegar Gísli er búinn að vinna á miðvikudaginn.

Ég vona bara að ég eigi eftir að halda mér upptekinni og að ég eigi eftir að hafa nóg að gera til þess að dreifa huganum þangað til við förum í bústaðinn. Mig langar ekki að detta aftur í svona niðursveiflu eins og í síðustu viku.

- Sóley


Thursday, March 21, 2013

Heaven and earth



Tvö skref áfram, eitt skref til baka..
Svona hefur lífið verið síðustu mánuði. 
En núna finnst mér ég hafa farið svona 5 skref til baka og er ekki alveg að fúnkera rétt. 



Það er svo sárt að fá ekki að hafa gullið mitt hjá mér. 

Monday, March 18, 2013

Fjölskylda


Litla fjölskyldan mín er öðruvísi þar sem við erum bara tvö en eigum að vera þrjú. Það er alltaf eitthvað sem að minnir mig á þessa sorglegu staðreynd en mér þykir rosalega vænt um þessa litlu fjölskyldu mína sem er svona einstök.

Þessi mynd er tekin af málverki sem okkur var gefið, foreldrar mínir voru búin að panta þetta málverk áður en Helena dó en þau fengu konuna sem málaði myndina til þess að bæta litlum sætum vængjum á það og gáfu okkur það. Mér finst þessi mynd svo rosalega falleg og táknræn fyrir litlu fjölskylduna okkar. 




We hold you close within our hearts;
And there you will remain, 
To walk with us throughout our lives
Until we meet again. 


- Sóley

Friday, March 15, 2013

15.mars


Í dag á engillinn minn 5 mánaða afmæli, mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir fimm mánuðum hafi ég verið á fæðingardeildini á spítalanum. Allir síðustu "afmælisdagar" hafa verið mér rosalega erfiðir en ég finn að  ég er farin að eiga auðveldara með að komast í gegnum þessa daga og í raun alla daga. Ég er ekki að gleyma heldur er ég að taka skref fram á við.



Þó svo að tíminn sé að hjálpa mér að halda áfram að lifa lífinu þá er söknuðurinn alltaf jafn mikill og það þarf svo rosalega lítið til þess að koma manni útaf strikinu. 

- Sóley 


Sunday, March 10, 2013

Home sweet home




Eftir nokkra góða daga í stórborgini er nú bara svoldið ljúft að koma heim í rólegheit. Ég náði að hitta nokkrar góðar vinkonur og það er frekar nice að fá svona langa helgi. Laugardagurinn innihélt meðal annars tvo "saumaklúbba" og föstudagurinn kósý kvöld með uppáhalds vinkon minni. 
Laugardagskvöld á Akranesi og við enduðum á að koma við á Kvennabrekku í kirkjugarðinum og heilsuðum upp á ömmu og afa í leiðini. 

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum, verkefni, heimapróf og fleira skemmtilegt en þessi vika verður örugglega bara svipuð og hinar á undan. Það er allavega nóg til að hlakka og eitthvað um að vera alveg næstu 3 helgar, tíminn á vonandi eftir að líða hraðar. 

-------------------
"Grief is a process, not a state" ~ Anne Grant

- Stundum þarf maður að minna sjálfan sig á að ég er ekki á leiðini á einhvern sérstakann leiðarenda heldur er sorgin eitthvað sem ég þarf bara að venjast, lifa með og læra betur á. 


Tuesday, March 5, 2013


Einmannaleiki og tómleiki eru rosalega svipaðar tilfinningar. Svo líkar að ég var búin að rugla þeim saman í svolítið langann tíma.

Ég áttaði mig í raunini ekki almennilega á þessu fyrr en í dag, þessi einmannaleiki sem er búinn að vera mjög mikill síðustu vikur/mánuði eru tilfinningar sem koma vegna þess að ég er með svo stórt tómarúm í hjartanu. Það er svo rosalega mikið sem vantar inn í líf mitt að það er erfitt að útskýra þessa tilfinningu sem er mjög yfirgnæfandi. Að finnast maður vera einn þó svo að maður sé ekki einn, tómleikinn og tilfinningin að það er eitthvað sem vantar. Alltaf. Ég er vön að vera mikið ein og mér finnst ekkert að því og þegar ég fór að hugsa út í það hvernig ég var áður þá var ég mikið ein.
Ég er ekkert rosalega mikil "people person" og mér líður best ein eða með góðum vinum, fólki sem ég treysti og þekki. Ég er reyndar búin að vera meira ein síðustu vikur en venjulega en það er allt í lagi.

Vonandi á þetta tómarúm eftir að minnka, ég geri mér samt alveg grein fyrir því að það verður alltaf til staðar en það er bara alltof stórt, ég veit ekki hvernig ég á að höndla það suma daga. 


<3
- Sóley

Snjókorn falla


Þá er snjórinn mættur aftur og hann mun örugglega ekkert fara á næstuni. Ég póstaði mynd hérna inn á föstudaginn og þar sést hversu autt er en nú er allt á kafi í snjó. 
Ég fór ekkert út í gær, ætlaði að vera rosa dugleg að læra heima en það varð nú ekkert mikið úr því en ég sá nokkra bíla festa sig og lenda í vandræðum úti í snjónum og það var nú frekar gott að vera bara inni í hlýjunni.

Við ætlum að fara til Reykjavíkur næstu helgi og ég vona að veðurguðirnir verði góðir við okkur, við ætlum að leggja af stað snemma á fimmtudegi og ég þarf svo að taka próf á netinu eftir hádegi og mæta í stuðningshóp um kvöldið. Annars verður þessi bæjarferð bara í rólegri kanntinum og ég ætla bara að reyna að hitta vini og svona í leiðini :) 

Þar sem að einbeitingarskorturinn minn er að á einhverju hápunkti þessa dagana ætla ég að reyna að rembast við að læra fyrir prófið og fara svo á smá fund uppá spítala. 



"Grieving is a journey that teaches us how to love in a new way now that our loved one is no longer with us. Consciously remembering those who have died is the key that opens the heart, that allows us to love them in new ways." ~ Tom Attig

Friday, March 1, 2013

regnbogi

Síðustu dagar hafa einkennst af rigningu og roki.. 

Ég sá þennan fallga regnboga þegar ég var að labba í skólann í dag


Myndin er ekkert rosalega góð en hann var alveg heill og mjög flottur :) 


- Sóley