Tuesday, October 8, 2013

Dagur 8


Day 8 - Colour
Það kemur kanski ekki mörgum á óvart hvaða litur mér þykir vera liturinn hennar Helenu Sifjar en það er fjólublár. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu að bloggsíðan mín er fjólublá :)

Sumarið 2012 varð ég allt í einu voðalega hrifin af þessum ljós fjólubláa lit og þegar ég "þurfti" að kaupa mér brjóstagjafapúða til að sofa með þá valdi ég þennan fallega fjólubláa. Ég valdi hann reyndar líka í því skyni að ég vildi ekki hafa hann bleikann ef ég myndi eignast strák seinna! Mér þykir voðalega vænt um þennan púða, þar sem ég var að vinna í Reykjavík allt sumarið og Gísli var á Akureyri. Púðinn fékk því nafnið Gísli2 þar sem ég kúrði með honum á hverju kvöldi. 
Rannveig prónaði svo þetta fallega heimferðarsett fyrir okkur. Ég hafði eitthvað talað um fjólubláann en ekki mikið þannig að ég varð mjög glöð þegar ég sá þessa litasametningu. Mig langaði líka að hafa peysuna með svona lopapeysumynstri og þetta kom bara rosalega vel út. Við eigum helling af myndum af Helenu Sif í þessum fötum og þau alveg smellpössuðu á hana. 

Ég keypti reyndar ekki mikið af fjólubláum fötum fyrir Helenu, en það er líklegast vegna þess að það var ekki mikið af þeim litum í boði. Ég keypti til dæmis svoldið mikið af carters og sú sending var voðalega bleik. 

Doomoo púðinn minn og heimferðarsettið hennar Helenu Sifjar

Hluti af carters sendingunni
Ég missti mig aðeins í bleika prinsessu þemanu. 

- Sóley

No comments:

Post a Comment