Saturday, October 5, 2013

Dagur 5

Day 5 - Memory

Ég fór í göngutúr í kjarnaskógi komin 39v2d 

Það fyrsta sem mér datt í hug var hversu góða meðgöngu ég átti, það er ekki neinn sérstakur dagur heldur bara öll meðgangan. Ég man hvað ég var glöð og spennt og mig grunaði aldrei að neitt slæmt gæti nokkurntíman komið fyrir mig eða mína fjölskyldu. Ætli meðgangan hafi ekki einkennst af gleði og sakleysi, ég bara einfaldlega elskaði það að vera ólétt. 

- Við vorum svo spennt fyrir því að verða foreldrar
- Ég elskaði að kaupa og skoða allt sem að tengdist stelpuni okkar (meira að segja snuð og bleyjur voru spennandi á þessum tíma)
- Ég elskaði meðgöngusund og ég held að Helena hafi elskað það líka, hún sparkaði allavega alltaf vel og mkið þegar ég var búin í sundi. 
- Ég elskaði að finna hreyfingar og spörkin :)
- Ég var búin að taka til heimferðarföt og setja það í skiptitöskuna - Ég man hversu gott það var að fá að klæða Helenu í fötin sem hún átti.

Bumban ofan frá (september 2012)

Það eru svo margir litlir hlutir sem ég gæti talið upp, 
- þegar ég komst að því að ég væri ólétt 
-snemmsónar
-12 vikna sónar 
 - mæðraverndin
-20 viknar sónarinn þegar við komumst að því að Helena væri stelpa en ekki strákur eins og ég hélt alveg frá upphafi

En ætli það sem að standi mest upp úr sé ekki bara það hversu mikið ég elskaði það að vera ólétt :) Ég grínaðist eitthvað aðeins með það að ég ætlaði bara alltaf að vera ólétt vegna þess að ég væri svo "góð í því" Kanski var ég bara svona heppin en það eina slæma sem ég man eftir var endalausar pissuferðir (sérstaklega á nóttini) og erfitt með að sofa síðustu vikurnar. 

Ég á líka margar minningar tengdar fæðinguni og dögunum eftir hana en ég valdi meðgönguna í þetta skipti

20 vikur 


- Sóley



1 comment:

  1. Mér finnst snilld að þú hafir haldið að hún væri strákur frá upphafi. Ég var eimitt alveg viss að Írena væri strákur.

    ReplyDelete