Wednesday, October 16, 2013

Afmælis engill



12. oktober 2012 byrjaði sem ósköp eðlilegur dagur, ég labbaði í skólann og aftur heim. Þegar ég var komin heim fór ég að leit að leiðum til að fá Helenu Sif til að hreyfa sig, hún hafði ekkert hreyft sig allann daginn og ég var farin að hafa miklar áhyggjur (samt ekki svo miklar vegna þess að ég hefði heyrt hjartsláttinn í mæðravernd daginn áður.) Eftir allskonar tilraunir sem fólu meðal annars í sér að borða banana, hlusta á háa tónlist og drekka mikið af ísköldum djús með klökum þá hringdi ég upp á fæðingardeild og ljósmóðirin sem svaraði bað mig um að koma beint upp á deild. Við vorum komin þangað rétt yfir 3 og stuttu síðar heyrði ég orðin sem ég óska ekki neinum foreldrum að heyra "Því miður sé ég engann hjartslátt." Á þessum tímapunkti held ég að líkaminn hafi farið í einhverskonar varnar ham og þar að leiðandi eru þessir dagar í hálfgerðri móðu.

Ég var gangsett aðfaranótt laugardagsins 13.okt, við tók löng helgi vitandi það að dóttir mín væri dáin en samt sem áður þyrfti ég að fara í gegnum fæðingu eins og hver önnur kona. Þetta var allt svo óraunverulegt og innst inni trúði maður því að þetta væri ekkert raunverulegt og það væri allt í lagi með litlu stúlkuna sem ég var búin að ganga með í heilar 40vikur

Kl. 15:02 á mánudagsmorgni 15. okt, eftir langa bið var yndislegt að fá að sjá stúlkuna sem við vorum búin að bíða svona lengi eftir í fangið. Hún var dáin en samt svo falleg og friðsæl. Hún var svo fullkomin bara yndisleg í alla staði. Helena Sif var 4262 grömm og 56 cm, hún var með nefið mitt en varirnar hans pabba síns. Litlu puttarnir hennar voru langir og fíngerðir. Seinna um kvöldið kom sjúkrahús presturinn var með smá nafnablessun og við gáfum Helenu Sif nafnið sitt.

Allan þennan tíma voru foreldrar okkar með okkur, þau komu um leið og þau gátu og voru með okkur alla helgina meðan við biðum á spítalanum og eftir að Helena Sif fæddist. Það er ómetanlegt að hafa fengið stuðning á þessum erfiðu tímum frá fjölskyldu og vinum okkar.

Ég gæti skrifað miklu miklu meira en þetta átti bara að vera stutt blogg um gærdaginn og þema gærdagsins.

Litlir sætir fingur
Helena Sif er í fyrstu samfelluni sem við keyptum á hana. Eftir 12 vikna sónarinn keyptum við fyrstu flíkina og hún passaði akkurat á hana.
Í gær áttum við rólegan dag í Reykjavík með fjölskyldunni og fórum svo á fallega Helgistund sem haldin var í tilefni alþjóðlegs dags tileinkaðum missi á meðgöngu og barnamissi. Tónlistin og athöfnin var bara yndisleg og ég var mjög fegin að hafa sett á mig vatnsheldann maskara þar sem að nokkuð mörg tár féllu þegar Ellen Kristjáns söng When I thing of angel.

Nokkrar myndir frá gærdeginum

Við keyptum bleik og fjólublá blóm í tilefni dagsins

Við héldum smá kaffiboð fyrir foreldra okkar og þau systkini sem voru í Reykjavík.
Svo fórum við saman á Helgistundina sem var haldin í Garðakirkju.

Þegar við komum heim var þessi kassi fyrir utan hurðina, Í honum voru þessir tveir englar. Vinkona mömmu hafði komið með þá til okkar <3 Ótrúlega fallegt
Ég var mjög lítil í mér í gær en átti samt sem áður fallegan og góðan dag með ástini minni og fjölskyldu.


Day 15 - Wave of light
Today is October 15th Pregnancy and Infant Loss Remembrance Day. Light a candle at 7pm to help create a continuous wave of light around the world for 24 hours. Photograph your light! Please remember to share your location for this day as well. Wishing you all a ton of love for this sacred day of remembrance.
Tásurnar hennar Helenu og fjólublátt kerti í tilefni dagsins - Myndin er tekin rétt fyrir 7 í gærkvöldi. 

Elsku Helena mín ég sakna þín svo mikið og vildi óska að ég gæti fengið að faðma þig að minnsta kosti einu sinni enn. - Til hamingju með afmælið gullið hennar mömmu. 

Þú litla barn sem ég þráði að faðma, 
umvefja elsku, vaxa með þér.
Líf þitt var svo stutt
og hér er ég eftir hugsandi um það,
sem hefði getað orðið.
Kannski í eilífðinni fáum við
að hlægja og gráta, faðmast og vaxa.
Og vinna upp þann tíma, 
sem við aldrei áttum.




No comments:

Post a Comment