Friday, November 8, 2013

Litla stjörnu stúlkan


Ég ætlaði mér að klára 30 daga áskorunina sem ég tók þátt í  en hef ekki fengið mig í að klára síðustu dagana. Það var mikið að gera í kringum afmælið hennar Helenu og ég var allt í einu komin aftur úr áætlun. Allt í einu varð þetta svo erfitt og ég gat ekki klárað. Þetta varð miklu erfiðara en ég bjóst við, það er ekkert auðvelt að opna sig svona og deila því svo á netinu þar sem hver sem er getur lesið það sem maður er að hugsa. 

Á sama tíma og þetta var erfitt þá hjálpaði þetta mér alveg helling og ég á alveg örugglega eftir að taka þátt í þessu á næsta ári og vonandi tekst mér þá að klára allann mánuðinn.


Í gær áttum við að kynna lokaverkefnin okkar í sjónlis og tónlist þar sem ég gerði var að mála mynd sem túlkun á lagi. Lagið sem ég valdi var "litlar stjörnur" með Hafdísi Huld. Ég er ánægð með útkomuna þó svo að einhver smáatriði hefðu mátt fara betur, það er miklu erfiðara að mála heldur en að teikna með blýanti þannig að sumt varð svoldið klaufalegt. Ég notaði svo svoldið glimmer til þess að ná fram skínandi stjörnum og það sést betur þegar maður horfir á hana úr smá fjarlægð.


Myndin mín er af lítilli stúlku sem er í raun ein af stjörnunum og fyrir mér er hún skærasta stjarnan

hluti af myndinni minni


Það var svo erfiðara en ég bjóst við að kynna verkefnið fyrir kennarann og bekkinn. Þetta lag vekur upp sterkar tilfinningar, bæði slæmar og góðar. Líka það að standa fyrir framan alla og tala um eitthvað sem að er svona stór hluti af mér, eitthvað sem skiptir mig svo miklu máli. Ég hef mikið skrifað um tilfinningarnar en ekki talað mikið upphátt og það er mikill munur þar á.

- Sóley




No comments:

Post a Comment