Sunday, September 15, 2013

Flashback


Það er grenjandi rigning úti og mikið rok, ég er ein heima og er búin að vera að læra aðeins (ekki nógu mikið samt) En ég fór allt í einu að hugsa til þess að fyrir ca. ári síðan var svipað veður hérna á Akureyri, þann dag var ég kasólétt. Ég fór í skólann og svo beint í meðgöngusund (meðgöngusund var í miklu uppáhaldi hjá mér). Þegar ég var nýkomin ofan í sundlaugina fór rafmagnið af, við kláruðum tímann okkar í myrkrinu og svo þurftum við að fara í ör-sturtu í myrkrinu, það voru bara tvær sturtur sem virkuðu og manni varð svoldið kalt við að bíða eftir því að komast í sturtu.
Eftir að hafa klætt mig í flýti og keyrt heim þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki tekið lyftuna, upp á 8undu hæð btw þannig að ég þurfti að labba upp tröppurnar komin meira en 8 mánuði á leið! Við elduðum svo kvöldmatinn á gashellunum okkar og höfðum það kósý.

Ég elska allar þessar litlu minningar frá meðgönguni minni - sama hversu litlar þær eru.

“Death leaves a heartache that no one can heal but love leaves a memory that no one can steal.”

Akkurat núna eru ljósin búin að hökta aðeins, sjónvarpið lætur skringilega og ég er ein heima. Aðeins of ein held ég. Í dag er líka 15. september sem þýðir að í dag eru 11 mánuðir síðan að Helena Sif fæddist andvana. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að í næsta mánuði verði komið heilt ár síðan að lífið tók snögga U-beygju.


Það gerðist reyndar svoldið skrýtið í nótt, í fyrsta skipti í næstum því ár dreymdi mig Helenu Sif ég man ekki nógu mikið en þetta var hálfgerður draumur í draumi og ég var meðvituð um að mig væri að dreyma. Tilfinningin í draumnum var samt svo sterk og góð og ég vona að ég muni fá að upplifa þetta aftur og vonandi mun ég muna meira.

- Sóley


No comments:

Post a Comment