Saturday, February 23, 2013

Litlar stjörnur vaka hér - Allar saman yfir þér

Þegar við vorum að skipuleggja jarðarför fyrir Helenu Sif vorum við sammála um að hafa hana mjög litla og persónulega. Við ákváðum svo að hafa smá tónlist og það tók smá tíma að finna "fullkomnu lögin" sem hentuðu þessum aðstæðum. Við völdum 2 lög af Vögguvísu disknum sem að Hafdís Huld er nýlega búin að gefa út og mér þykir svo rosalega vænt um þessi lög, hlusta reyndar mjög sjaldan á þau en þau skjótast oft upp í kollinum á mér Eitt þeirra heitir "Litlar stjörnur". Það var spilað í byrjun athafnar í kirkjuni, textinn er eitthvað svo fallegur og Hafdís huld syngur það svo vel.

Litlar stjörnur


Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Hátt á himni seint um kvöld, 
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér

Sólin sést við sjónarrönd, 
skín nú yfir fjarlæg lönd.
Bíður þín er dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt, 
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér

Læt lagið fylgja með.

- Sóley

No comments:

Post a Comment