Tuesday, February 26, 2013

thrift song


Það er svo ótrúlegt hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann.. Ég labbaði í skólann í morgun og var að hlusta á útvarpið í símanum mínum þegar þetta lag kom upp..


Mig langað bara að dilla mér og dansa í skólann :) haha. Hefði kanski bara átt að gera það. Almennt séð hlusta ég ekki á svona tónlist en það er eitthvað við þetta lag sem fær mig til að vilja dansa :) 

Annars get ég ekki beðið eftir að þessi mánuður verði búinn. Nóg að gerast í mars og flest sem maður getur leyft sér að hlakka til. Við förum til Reykjavíkur í næstu viku og svo förum við á árshátíð í lok mánaðarins já og svo sumarbústað um páskana. Reydar er heill hellingur af verkefnum og prófum á næstuni en það hjálpar manni bara að komast í gegnum dagana. Fínt að hafa eitthvað að gera og halda sér svona ágætlega busy og tíminn líður hraðar. 

- Sóley


No comments:

Post a Comment