Monday, February 11, 2013

ný ég ?


Ég hugsa að ég verði aldrei eins og ég var áður. Vonandi er ég að breytast á góðann hátt. Mér finst stundum eins og að fólk átti sig ekki alveg á þessu og ég hef gripið sjálfa mig í því að vera að ætlast til meira af sjálfri mér en ég get framkvæmt. Ég efast líka um styrk minn og getu.
Ég er sterkari en ég hafði trúað að ég væri, ég get meira en ég vissi að ég gæti en þegar að kemur að daglegu lífi og að þurfa að "fúnkera" eðlilega þá efast ég virkilega um mig. Ég hef örugglega farið aftur í mannlegum samskiptum þegar kemur að því að halda sambandi við vini eða bara umgangast fólk almennt. Mér líður ágætlega svona ein og get ekki kvartað mikið en stundum vantar mig einhvern til að tala við, helst einhvern sem að skilur mig og hefur áhuga á að hlusta. 



"I wish you understood that losing my baby has changed me. The truth is I am not the same person I was before and will never be that person again. If you keep waiting for me to get back to ""normal" you will stay frustrated. I am a new person with new thoughts, dreams, beliefs, and values. Please try to get to know the real me-maybe you'll still like me."



Á þessari mynd er ég komin 39vikur á leið
Ég fékk loksins smá "pregnancy glow" og leit bara nokkuð vel út komin á steypirinn, enda leið mér rosalega vel alla meðgönguna. 

No comments:

Post a Comment