Tuesday, February 5, 2013

Einn dagur í einu



Markmið síðustu mánaðar hefur verið að lifa bara einn dag í einu.. Þetta hefur nú gengið ágætlega þó svo að hugurinn fari stundum langt fram úr sjálfum sér og ég stend mig að því að hugsa hvað ég sé að fara að gera í sumar. Á sama tíma og maður reynir að halda sig við þetta markmið þá þarf maður líka að hugsa út í framtíðina, plana helgarnar, leyfa sér að hlakka aðeins til þess sem að er framundan og reyna að skipuleggja sig aðeins.

Af einhverjum ástæðum er miklu auðveldara að skipuleggja sig þegar að kemur að skemmtilegum hlutum sem maður getur hlakkað til og búið til einhversskonar "stepping stones" til þess að hjálpa sér að komast í gegnum erfiða daga. Skólaskipulagið mitt hefur algjörlega setið á hakanum og ég er ekki að ná að skipuleggja mig eða einbeita mér þegar að kemur að skóla eða skólaskipulagi. Frestunaráráttan hefur margfaldast og ég fæ mig ekki til þess að gera neitt af viti. Þetta er greinilega eitthvað sem ég þarf að gera eitthvað við, helst í síðustu viku.



Skipulagsráðgjafi óskast!

No comments:

Post a Comment