Thursday, February 21, 2013

Rússibana líf


Mér finst ég stundum vera föst í einhverskonar rússibana..
- Stundum líður mér vel og er bara að rúlla áfram í gegnum dagana en svo allt í einu kemur niðursveifla sem að kippir fótunum undan mér. Þessi rússibani fer reyndar ekkert rosalega hátt upp en hann fer stundum aðeins hærra en venjulega og þegar það gerist þá kemur samviskubitið og dregur hann aftur niður.

já, ég sagði það. Samviskubit er eitthvað sem virðist fylgja öllum gleðistundum og ég ræð ekki við það. Í fyrsta skiptið sem ég fór í bíó og hló frekar mikið þá læddist samviskupúkinn að mér þegar ég var komin heim. Eiginlega alltaf þegar ég geri eitthvað skemmtilegt þá fylgir samviskubitið fast á eftir.
Sem betur fer er ég farin að taka eftir því að þetta minnkar með hverju skipti sem ég geri eitthvað en þessi tilfinning er rosalega slæm. Ég átti til dæmis mjög góða daga í Reykjavík og leyfði mér að hafa mjög gaman með vinum sem ég hitti alltof sjaldan. En þegar ég kom aftur heim og fór að slaka á þá mætti þetta blessaða samviskubit og sló mig utanundir.

Ég veit að það er allt í lagi að hlægja og hafa gaman en það er eitthvað þarna innst inni sem reynir að segja mér að mér eigi bara alltaf að líða illa.
Ég veit líka að Helena Sif vill að okkur líði vel og að lífið okkar eigi að vera gott.

Þessi togstreita verður stundum ágætlega stórt vandamál í hversdagsleikanum.

- Sóley



„Þú litla barn sem ég þráði að faðma, umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði geta orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlægja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum“

No comments:

Post a Comment