Tuesday, April 2, 2013

Home Sweet home


Við komum heim úr sumarbústaðnum í gærkvöldi :) Það er alltaf gott að komast heim, þó svo að við áttum rosalega góða páskahelgi í Svignaskarði. Við vorum með stórann bústað sem að var mjög flottur, við gátum tekið á móti gestum og það var nóg pláss fyrir alla. 

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í skírn hjá litlu frænku hans Gísla, fjölskylda hennar býr í Noregi þannig að við vorum ekki búin að hitta þau áður. Mér kveið svoldið fyrir því að hitta hana vegna þess að ungabörn "hræða" mig svoldið. (Það er rosalega erfitt að útskýra þessa tilfinningu) En ef ég ætti að reyna þá tengist þetta að mestu leiti því sem ég missti, ég hef ekkert á móti öðrum börnum eða gleði annarra heldur á ég erfitt með það að fá ekki að upplifa það sem ég átti að fá að upplifa. Ég mun ekki heyra dóttir mína hlægja, eða sjá hana brosa. Hún mun ekki byrja að skríða eða sitja sjálf. Allir þessir litlur sigrar, allt sem maður var búinn að plana. Þetta litla líf sem fékk ekki að taka þátt. Ég fæ bara að hafa Helenu Sif í hjartanu mínu en ekki í fanginu og það er rosalega erfitt. 
Ég náði að njóta dagsins, það var rosalega fallegt veður og allt gekk vel.  Mér fanst reyndar ótrúlegt hvað litla Eydís Ósk var ólík Helenu Sif, hún var rúmlega tveggja mánaða en mér fanst eins og hún væri minni heldur en Helena var þegar hún fæddist. 

Restin af helgini fór í rólegheit, spil, bjór og súkkulaðiát. 
Við fórum alveg nokkrum sinnum í pottin og mér leið á tímabili meira eins og ég væri í sumarfríi heldur en pásafríi. Veðrið var svo gott og það var ekki neitt rosalega hátíðarlegt hjá okkur. Við til dæmis grilluðum hamborgarhrygginn í hádeginu á sunnudeginum *Nomm* Ég held líka að það hafi hjálpað mér að komast í gegnum páskana að það var allt svo "ó-páskalegt". Ég fékk samt smá svona samviskibit yfir mig á leiðini heim í gær og ég veit ekki alveg hversvegna. 




Á morgun byrja ég í nýrri vinnu. Ég er að fara að vinna við heimaþjónustu hérna á Akureyri, byrja í 50% starfi meðan ég er að klára önnina í skólanum og svo get ég vonandi bætt við mig um leið og prófin eru búin. 
Það verður örugglega rosalega mikið a gera hjá mér í apríl, lokaverkefni og próflestur já og nýja vinnan! Tíminn mun pottþétt líða rosalega hratt og vonandi næ ég að gera mitt besta í öllu sem ég er að fara að gera. 

No comments:

Post a Comment