Wednesday, April 17, 2013

Þetta skrýtna líf


 Oft er talað um að gleði og sorg séu systur sem að haldast í hendur, það er nefnilega svo rosalega stutt þarna á milli. Gleðin getur líka breyst í sorg á svo rosalega stuttum tíma, allt í einu er kippt undan manni fótunum. Fallið er mismikið en maður þarf víst að standa upp aftur og halda áfram, það tekur bara tíma. 


Mig langar líka að deila þessari síðu með ykkur, þarna eru bæklingar sem voru gefnir út í vetur. Einn þeirra er ætlaður fyrir aðstandendur og hinir eru fyrir foreldra sem missa á mismunandi tímum meðgöngunnar. Bæklingurinn sem að er ætlaður aðstandendum kom sér að góð gagni í okkar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hann. Það er reyndar rosalega skrýtin tilviljun að Helena Sif fæddist á degi sem er tileinkaður fósturlátum og barnamissi. Á þessum tíma var mikil umræða í fréttum og blöðum og við fengum allskonar hugmyndir sem við gátum nýtt okkur þegar við áttum okkar tíma með Helenu og fyrir jarðaförina. Við létum til dæmis búa til fóta og handaför úr einhversskonar "gifsi" og svo keyptum við hálsmen sem við fengum gullsmið til að grafa í fyrir okkur. Þetta eru ómetanlegir hlutir sem að okkur hefði aldrei dottið í hug að gera upp á okkar eigin frumkvæði. Við vorum líka svo dofin á þessum tíma að ég hefði örugglega ekki gert neitt sem við gerðum ef fólkið okkar hefði ekki verið duglegt að hjálpa okkur og standa við bakið á okkur. 

Hérna eru handar og fótarförin
Það glampar reyndar á hálsmenið en á hennar meni 
stendur Þín mamma/þín pabbi og á okkar stendur  Helena Sif. 
Ég er alltaf með mitt á mér.

Mig langar að þakka fyrir rosalega jákvæðar og góðar móttökur við blogginu mínu. Ég skrifa að mestu leyti fyrir sjálfa mig en veit líka að það eru einhverjir sem vilja fá að fylgjast með.
Ákvað líka að vera frekar með sér síðu í staðin fyrir að deila öllu á facebook, þið getið bara komið hingað inn þegar þið viljið.



Annars hef ég það ágætt í dag, er reyndar búin að vera mjög viðkvæm alla vikuna en get tengt það við þennan tíma mánaðarins. Alltaf í kringum "mánaðar-afmæli" virðist koma smá lægð en hún er mismikil og birtist á ólíka vegu. 
- Sóley

No comments:

Post a Comment