Sunday, May 5, 2013

Bereaved mothers day


Í dag er alþjóðlegur dagur mæðra sem eru án barnanna sinna. Ég finn ekki nógu gott íslenskt orð fyrir "bereaved". En ég ákvað að taka þátt i honum vegna þess að mér finst þetta falleg hugsun og sagan á bakvið upprunalega mæðradaginn er allt önnur heldur en þessi dagur er orðinn. Hér eru upplýsingar um þennan dag.


Í raunini er þessi dagur ekki ólíkur öðrum dögum en mér finst falleg hugsun á bakvið hann. Ég valdi mér fjólublátt blóm vegna þess að það er liturinn hennar Helenu :)


Við fórum í ör-ferð til Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið og komum heim á nýjum bíl í gær :) Ég var á kvöldvakt í gær og þessvegna þurftum við að bruna heim á laugardagsmorgni. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að hafa lengri tíma í bænum. Annars er skólinn alveg að verða búinn og það er bara eitt próf næsta föstudag (sem ég er ekki alveg að nenna að læra fyrir). En það verður gott að komast í "sumarfrí" þar sem þessi önn er búin að vera frekar strembin andlega séð en ég skilaði öllu af mér og mætti ágætlega þannig að vonandi verða einkunnirnar ekki neitt rosalega slæmar.

- Sóley

No comments:

Post a Comment