Wednesday, May 8, 2013

Frestunarárátta


Það er svoldið erfitt þegar að hausinn á manni er kominn í skólafrí langt á undan áætlun. Ég á eitt próf eftir, prófið er á föstudaginn og ég bara get ekki lært fyrir það! Einbeitingarleysi og frestunaráráttan haldast í hendur í þetta skipti og koma í veg fyrir að ég sé búin að vera að lesa sögu glósur og einbeita mér að efninu sem verður til prófs.



Uppáhaldsmánuðurinn minn er reyndar mættur og það sem er búið af honum er búið að vera fljótt að líða. Við ætlum að kíkja í sauðburð í næstu viku og reyna að stoppa þar í viku ef allt gengur eftir áætlun :) Á sama tíma verður fermingarveisla hjá yngsta bróðir mínum og 3 frændsystkinum. Svo er það afmælið mitt í lok mánaðarins. - Ég held svei mér þá að þessi mánuður muni líða hratt. (sumarið ætti líka að fara að koma)



Það eru allavega bjartir tímar framundan (þegar ég næ að klára þetta próf)

- Sóley

No comments:

Post a Comment