Monday, May 13, 2013

A Mother is not defined..


“A Mother is not defined by the number of children you see, but by the love that she holds in her heart.” – Franchesca Cox

Ég lít á sjálfa mig sem móðir, ég á barn. Barnið mitt á mömmu sem elskar það, mömmu sem hugsaði vel um það, mömmu sem mundi gera allt sem hún gæti til þess að fá að hafa það sjá sér. 
Mér fannst gærdagurinn svoldið erfiður þó svo að ég hef aldrei haldið upp á mæðradaginn af einhverju viti. Stundum var mamma heppin og fékk eitthvað heimagert kort eða föndur úr skólanum, stundum blóm en ég hef ekki verið sú duglegasta við að muna eftir og halda upp á þennan dag.
Þegar ég er sjálf orðin móðir, móðir án barns þá var þessi dagur svoldið erfiður fyrir litla "mömmuhjartað" mitt. Ég reyndi að forðast facebook eins og ég gat, ég var líka að vinna á morgunvakt í gær þannig að dagurinn varð frekar fljótur að líða. Við Gísli skelltum okkur svo í smá bíltúr eftir vinnu og grilluðum  lambalæri um kvöldið. Þegar ég hugsa út í það þá hefði þessi dagur örugglega bara verið venjulegur sunnudagur ef við hefðum haft Helenu Sif hjá okkur vegna þess að við erum ekkert mikið að halda upp á þessa daga (bóndadag, konudag ofl. )





Síðasta prófið var á föstudaginn og ég vona bara að ég hafi náð því. Ég er svoldið stolt af sjálfri mér að hafa klárað önnina sem er 30 einingar. Ég skil reyndar ekki hvernig ég gat það því suma daga, sérstaklega í byrjun annar þar sem ég var eins og hálfgerður zombie, mætti í skólann og fór svo aftur heim. Það einhvernveginn vantaði allt líf í mig. Ég skilaði öllum verkefnum og kláraði próf og nú er bara að bíða eftir einkunnum, en ég býst ekki við miklu þessa önnina (bara gott að ná öllu).

Ég rakst á þetta vídjó áðan og það er svo fallegt og falleg hugsun á bakvið það.


- Sóley

No comments:

Post a Comment