Tuesday, March 5, 2013

Snjókorn falla


Þá er snjórinn mættur aftur og hann mun örugglega ekkert fara á næstuni. Ég póstaði mynd hérna inn á föstudaginn og þar sést hversu autt er en nú er allt á kafi í snjó. 
Ég fór ekkert út í gær, ætlaði að vera rosa dugleg að læra heima en það varð nú ekkert mikið úr því en ég sá nokkra bíla festa sig og lenda í vandræðum úti í snjónum og það var nú frekar gott að vera bara inni í hlýjunni.

Við ætlum að fara til Reykjavíkur næstu helgi og ég vona að veðurguðirnir verði góðir við okkur, við ætlum að leggja af stað snemma á fimmtudegi og ég þarf svo að taka próf á netinu eftir hádegi og mæta í stuðningshóp um kvöldið. Annars verður þessi bæjarferð bara í rólegri kanntinum og ég ætla bara að reyna að hitta vini og svona í leiðini :) 

Þar sem að einbeitingarskorturinn minn er að á einhverju hápunkti þessa dagana ætla ég að reyna að rembast við að læra fyrir prófið og fara svo á smá fund uppá spítala. 



"Grieving is a journey that teaches us how to love in a new way now that our loved one is no longer with us. Consciously remembering those who have died is the key that opens the heart, that allows us to love them in new ways." ~ Tom Attig

No comments:

Post a Comment