Tuesday, March 5, 2013


Einmannaleiki og tómleiki eru rosalega svipaðar tilfinningar. Svo líkar að ég var búin að rugla þeim saman í svolítið langann tíma.

Ég áttaði mig í raunini ekki almennilega á þessu fyrr en í dag, þessi einmannaleiki sem er búinn að vera mjög mikill síðustu vikur/mánuði eru tilfinningar sem koma vegna þess að ég er með svo stórt tómarúm í hjartanu. Það er svo rosalega mikið sem vantar inn í líf mitt að það er erfitt að útskýra þessa tilfinningu sem er mjög yfirgnæfandi. Að finnast maður vera einn þó svo að maður sé ekki einn, tómleikinn og tilfinningin að það er eitthvað sem vantar. Alltaf. Ég er vön að vera mikið ein og mér finnst ekkert að því og þegar ég fór að hugsa út í það hvernig ég var áður þá var ég mikið ein.
Ég er ekkert rosalega mikil "people person" og mér líður best ein eða með góðum vinum, fólki sem ég treysti og þekki. Ég er reyndar búin að vera meira ein síðustu vikur en venjulega en það er allt í lagi.

Vonandi á þetta tómarúm eftir að minnka, ég geri mér samt alveg grein fyrir því að það verður alltaf til staðar en það er bara alltof stórt, ég veit ekki hvernig ég á að höndla það suma daga. 


<3
- Sóley

No comments:

Post a Comment