Sunday, March 10, 2013

Home sweet home




Eftir nokkra góða daga í stórborgini er nú bara svoldið ljúft að koma heim í rólegheit. Ég náði að hitta nokkrar góðar vinkonur og það er frekar nice að fá svona langa helgi. Laugardagurinn innihélt meðal annars tvo "saumaklúbba" og föstudagurinn kósý kvöld með uppáhalds vinkon minni. 
Laugardagskvöld á Akranesi og við enduðum á að koma við á Kvennabrekku í kirkjugarðinum og heilsuðum upp á ömmu og afa í leiðini. 

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum, verkefni, heimapróf og fleira skemmtilegt en þessi vika verður örugglega bara svipuð og hinar á undan. Það er allavega nóg til að hlakka og eitthvað um að vera alveg næstu 3 helgar, tíminn á vonandi eftir að líða hraðar. 

-------------------
"Grief is a process, not a state" ~ Anne Grant

- Stundum þarf maður að minna sjálfan sig á að ég er ekki á leiðini á einhvern sérstakann leiðarenda heldur er sorgin eitthvað sem ég þarf bara að venjast, lifa með og læra betur á. 


No comments:

Post a Comment