Sunday, March 24, 2013

Góð helgi


Eftir nokkra slæma daga átti ég mjög góða helgi. Við fórum á árshátíð með vinnuni hans Gísla og skemmtum okkur mjög vel. Árshátíðin var haldin á Húsavík og við gistum á fosshóteli í tvær nætur. Við komum á húsavík um 6 leytið á föstudeginum, fórum út að borða með nokkrum vinnufélögum hans og mökum, svo var bara herbergispartý og svona uppi á hóteli. 
Á laugardeginum fórum við að skoða Laxárdalsvirkjun og um kvöldið var árshátiðin sjálf og ball með Hvanndalsbræðrum. Það var 80' þema á árshátíðini og fólk tók því mis alvarlega. Ég ákvað að taka þátt en fór ekki "all in" 

Sést ekki nógu vel á þessari mynd en ég var með mjöööög bleikan og fjólubláann augnskugga og svo var ég með hliðartagl sem ég túberaði smá :) 


Gísli datt aðeins inn í mottumars svona víst að mars er alveg að verða búinn :) 


Eins og ég sagði þá var ball með Hvanndalsbræðrum eftir árshátíðina sjálfa og djöfull eru þeir góðir á balli. Þeir spiluðu fullt af 80' tónlist, sín lög og allt milli himins og jarðar. Við gátum allavega dansað rosalega mikið.

Þegar við komum svo heim í dag tók letin völd, Grey's anatomy og sófinn var meira spennandi en skólaverkefni og tiltekt. En sunnudagar eru nú svoldið miklir letidagar.
Næstu dagar verða svo vonandi skemmtilegir. Við ætlum að fara í sumarbústað yfir páskana og leggjum af stað þangað þegar Gísli er búinn að vinna á miðvikudaginn.

Ég vona bara að ég eigi eftir að halda mér upptekinni og að ég eigi eftir að hafa nóg að gera til þess að dreifa huganum þangað til við förum í bústaðinn. Mig langar ekki að detta aftur í svona niðursveiflu eins og í síðustu viku.

- Sóley


No comments:

Post a Comment