Monday, January 13, 2014

The Deafening Silence


Ég var rétt í þessu að enda við að horfa á þessa stuttmynd á youtube. Þetta er mynd sem var gerð til þess að útskýra fyrir ljósmæðrum og öðru starfsfólki spítala sem sjá um andvana fæðingar upplifun foreldra. Þessi mynd er svoldið bresk en hún er vel gerð og ekkert ýkt. Nokkuð mörg tár fengu að falla þegar ég var að horfa á hana og það losaði um stíflu í nefinu....




Ég er búin að vera með svoldið mikið kvef og ofan á það er ég að fá hálsbólgu og hausverk til hliðar. Ég fór í skólann í morgun vegna þess að það var bara stuttur dagur en síðan ég kom heim er ég búin að vera eins og illa gerður hlutur. Held að ég sé komin með "man-flu" og vorkenni sjálfri mér voðalega mikið. 

Ég mæli allavega með því að horfa á þessa mynd, sérstaklega fyrir fólk sem vinnur á spítulum, hún er bara um 20 mínútur. 

 - Sóley

No comments:

Post a Comment