Friday, January 10, 2014

Ný önn



Þá er þriðja önnin mín í kennaranum að fara að byrja og ég er bara frekar spennt. Ég verð í fimm áföngum og það verður örugglega svolítið mikil verkefna vinna í þeim þar sem þeir byggjast flestir á símati. Það góða við það er að ég fer líklegast ekki í nein lokapróf!
Ég ætla líka að halda mig við 40% vinnu þar sem að það var bara passlegt hlutfall í fyrra. Þá verð ég að vinna svona aðrahverja helgi og kanski eitt og eitt kvöld. 


Það styttist líka á danmerkur ferðina mína og ég er bara orðin svoldið spennt. Það er svo langt síðan ég pantaði flugið að það er eiginlega óraunverulegt hvað er stutt í þetta. Ég þarf að bruna til Reykjavíkur á þriðjudegi eftir skóla og svo er flug snemma á miðvikudagsmorgni (29.jan). Helsta áskorunin er samt að fara til útlanda með lítinn pening og eyða ekki of miklu. Mig vantar eitthvað af fötum þannig að ég þarf aðeins að fara í búðir en að öðru leiti ætla ég bara að vera túristi og njóta þess að hafa gaman með nokkrum vinkonum.

Ég ætla allavega að gera mitt besta í að halda í jákvæðnina þetta árið.. Ég fór í smá neikvæðnisgír um daginn þegar ég áttaði mig á að ég var ekki búin að vera nógu dugleg að spara fyrir útlanda ferð og var farin að hugsa um að hætta við að fara. En ég hugsa að þetta reddast, ég þarf bara að halda að mér höndum í búðunum sem að verður ákveðin áskorun. Svo er náttúrulega alltaf gaman að heimsækja góða vinkonu sem maður hittir alltof sjaldan. 

- Sóley






1 comment: