Tuesday, January 21, 2014

Öfund


Ég les oft greinar sem eru á Still standing magazine og stundum finst mér ég hafa getað skrifað hlutina sjálf. Eða í raunini vildi ég óska þess að ég gæti komið hlutunum jafn vel frá mér og margar konur sem hafa skrifað fyrir þetta tímarit.
Áðan rakst ég á grein sem að fjallar um öfund. Það er hægt að lesa hana HÉR en þarna fjallar hún um öfundina sem býr innra með manni. Öfund sem að kemur þegar maður vill ekkert með hana hafa og ræður ekkert við þá tilfinningu.

Ég get alveg sagt að ég öfunda þær konur sem að búa yfir sakleysinu sem fylgir meðgöngu, sakleysi sem ég eitt sinn hafði.

Ég öfunda þær konur sem að fá ekki sting í magann og þurfa að hugsa sig um hvað þær eigi að segja þegar þær eru spurðar hvort þær eiga börn eða hvað þær eiga mörg börn. Ég öfunda líka þær konur sem að vita ekki hversu sárt það getur verið að segja sannleikann eða hversu vont það getur verið að segja ekki alla söguna.

En á sama tíma og þessi öfund býr innra með mér þá er ég ótrúlega glöð fyrir hönd allra foreldra, allra foreldra sem hafa ekki þurft að ganga í gegnum allt sem að fylgir því að missa barnið sitt. Þetta er eitthvað sem maður óskar ekki neinum og vill ekki að neinn annar þurfið að upplifa.

Þetta eru tilfinningar sem að ekki margir skilja, tilfinningin sem kemur þegar að þú fréttir af því að einhver er óléttur. Eða þegar þú sérð kasólétta konu út í búð eða í skólanum.

Ætli niðurstaðan sé ekki sú að ég öfunda konur útaf þessu áhyggjuleysi og sakleysi sem að ég eitt sinn hafði og mun aldrei getað upplifað aftur. Það mun alltaf vera þessi hræðsla til staðar, sérstaklega þegar að tölfræðin er ekki með mér í liði. Ein meðganga - Eitt barn sem dó sem kemur út í 100% slæmum endi.

Ég er farin að skrifa í hringi og ég er ekki viss um að nokkur manneskja skilji hvað ég er að reyna að segja en samt ætla ég að deila þessu með ykkur sem að viljið lesa ruglið sem er að brjótast um í hausnum á mér.



kv. Sóley 

3 comments:

  1. Flott blogg <3
    Held það sé bara gott fyrir þig að skrifa og skrifa án þess að reyna setja það fram á einhvern fullkomin hátt- bara skrifa það sem þú ert að hugsa.
    Þú ert best!

    ReplyDelete
  2. Sammála Katrínu, þetta er einlægt og beint frá hjartanu :)

    ReplyDelete
  3. Elsku Sóley
    Þú þarft ekki að hafa neina minnimáttarkennd fyrir skrifum þínum. Þú skrifar mjög vel um erfiða reynslu sem flestir hafa ekki nema mjög takmarkaða innsýn í. Ég er handviss um að þegar Helena Sif fær lítið systkini þá mun allt ganga vel!

    ReplyDelete