Sunday, September 1, 2013

160% vetur


Þá er skólinn kominn í gang og maður er svona að venjast þeirri rútínu, ég stefni á að klára 36 einingar á þessari önn og ætla að vinna aðeins með skólanum. Vonandi get ég lært aðeins þegar ég verð að vinna á kvöldvöktum eða um helgar en það ætti ekki að vera neitt mál að láta þetta ganga upp. Með bjartsýni og skipulagi verður þetta ekkert mál. Eins og er er ég skráð í 40% vinnu en það er ca. önnur hver helgi og kanski 1-2 kvöld í viku.
Skólinn byrjaði á mánudaginn og mér líst bara ágætlega á komandi vetur, það er allt annað að vera í 25 manna hóp í skólanum heldur en 200. Síðasta vika var allavega mjög fljót að líða og bara nokkuð skemmtileg svona alment :)

Ég er búin að vera ein heima núna síðan á fimmtudagsmorgun og það er búið að vera ágætt, er búin að hafa nóg að gera og get ekki kvartað. Ég reyndar tek eftir því núna á sunnudegi að samviskubitið lætur mig ekkert vera en ég veit það sjálf að það hefur engann rétt á sér þar sem ég má skemmta mér og ég má gleyma mér :)

Yfirleitt þegar ég blogga þá líður mér illa og það sést alveg á skrifunum mínum en ástæðan fyrir því er líklegast sú að þörfin fyrir að koma einhverju frá sér er mest þegar að manni líður illa. Ég get alveg sagt með góðri samvisku að góðu dagarnir eru margfalt fleiri en þeir slæmu og þó að sorgin fylgi mér alla daga, hvert sem ég fer þá er ég að læra það betur með hverjum deginum hvernig ég á að lifa með þessum mikla missi og þessu tómarúmi sem er innra með mér.

Nokkrar myndir frá vikuni
Mánudags-nýnema-djamm. pubquis og skemmtilegheit, liðið mitt vann btw :)
Búin á því eftir langann skóladag+vinnu+út að borða
Bjuggum til trommu og regnstaf í skólanum´a föstudaginn :) 

Ég átti ótrúlega skemmtilegt föstudagskvöld með skemmtilegu fólki. 
Retro Stefson tónleikar í skátagilinu í gærkvöld

Það er ótrúlegt hvað hugarfarið hjá manni skiptir miklu máli, ef maður fer inn í daginn jákvæður og glaður þá verður sá dagur yfirleitt góður <3

- Sóley

No comments:

Post a Comment