Friday, August 23, 2013

Gríman mín



Það getur verið erfitt að koma hugsunum sínum og pælingum í orð og ég elska að lesa eitthvað á netinu sem mér finnst ég alveg eins hafa getað skrifað sjálf, eitthvað sem er orðað svo vel og fallega. Hér er greinin sem ég las áðan.

Það er nefnilega þannig að þó svo ég vildi að vinir mínir gæti skilið hvernig mér líður þá vil ég það ekki. Ég vil ekki að aðrir þurfi að upplifa sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt.

Ég á þessa fínu grímu sem ég set alltof oft upp, grímu sem er mér nauðsynleg í vinnuni og skólanum. Gríma sem segir "það er allt í lagi" þó svo að það sé það ekki. Suma daga er þessi gríma ekki nógu sterk en því lengur sem tíminn líður því sterkari virðist hún verða. Oftast kemur þessi gríma að góðum notum, hún hjálpar mér að komast í gegnum daginn ef mér líður illa en stundum er hún fyrir og kemur í veg fyrir að ég sýni tilfinningar mínar nákvæmlega eins og þær eru.

- Sóley
"Sure I will laugh, I will love, I will live...but I will do all of those things missing my child. Always."

No comments:

Post a Comment