Wednesday, June 5, 2013

Von eða eitthvað í þá áttina



Þegar maður á slæmann dag, fær slæmar fréttir eða lendir í einhverju slæmu þá er rosalega erfitt að finna vonina. Vonina um betri daga og bjartari framtíð.
Ég lofaði sjálfri mér að vera hreinskilin og segja sannleikann í þessu bloggi mínu en sumir hlutir eru of persónulegir til þess að vera að deila á netinu. 

Ég get alveg sagt að ég er búin að eiga marga góða daga, marga daga sem ég get notið mín og lifað "eðlilegu" lífi. en sumir dagar eru bara of erfiðir, sérstaklega þegar maður virðist ekki sjá fram á betri tíma eða á bara erfitt með sjálfan sig. Í gær átti ég mjög slæmann dag og ég get ekki útskýrt afhverju, sumir dagar eru bara svona. Eftir að við misstum Helenu er ég einhvernveginn allt öðruvísi en ég var áður, þar á meðal er viðkvæmnari og næmnari. Tilfinningarnar eru sterkari og ég sé fegurð í ýmsu sem ég hefði líklega ekki séð áður. 

Ég er að reyna að halda áfram, njóta þess sem ég hef og vera þakklát fyrir lífið. En bara .....
...Það er svo erfitt að útskýra og margar tilfinningar sem búa innra með mér. 


- Sóley


1 comment:

  1. Sóley, það eru góðir tímar framundan! Hlakka alveg rosalega mikið til að sjá þig á spáni :)

    ReplyDelete