Sunday, June 9, 2013

Ég á líka góða daga



Það er svo yndislegt þegar maður næt að njóta augnabliksins án þess að fá samviskubit yfir því. Ég hef skrifað um þetta samviskubit áður og í upphafi var það alltaf mjög mikið og ég virtist ekki ráða við það. Ég fæ stundum samviskubit ef ég hef gert eitthvað skemmtilegt eða næ að gleyma mér í svolítinn tíma. Núna um helgina skemmti ég mér vel og samviskubitið lét mig í friði.
Við fengum gesti til okkar yfir helgina og þó ég var að vinna náðum við að skemmta okkur saman. Við áttum svo mjög skemmtilegt kvöld í gær, við elduðum góðan mat og spiluðum "drunken Jenga" sem er ótrúlega skemmtilegur drykkju leikur og svo kíktum líka aðeins niður í bæ. Þrátt fyrir að ég hafi fengið heilt bjórglas yfir kjólinn minn og verið við það að kafna úr hita inni á pósthúsbarnum þá náði ég að skemmta mér vel.

Það er ekki annað hægt en að fara brosandi inn í næstu viku þar sem þessi vinnuvika verður stutt, eftir vinnu á miðvikudaginn ætlum við að leggja af stað til Reykjavíkur þar sem við erum svo að fara að fljúga til Spánar á fimmtudeginum! ÉGGETEKKIBEÐIÐ - sól og bjór með góðu fólki.

Ég er svo þakklát fyrir fólkið sem stendur mér næst, það eru allir svo skilningsríkir og yndislegir að ég gæti eiginlega ekki verið heppnari. Enda hefur mér alltaf þótt það betri kostur að eiga fáa góða vini heldur en marga kunningja. Bestu vinkonur mínar hafa staðið svo vel við bakið á mér þegar ég þarf á því að halda og þær nenna að hlusta þegar ég þarf að tala - Takk

Mig dreymdi fullt af hvítum dúfum í nótt - Samkvæmt draumaráðningum
boðar það ekkert nema gott (frið og ást). kv. Væmna gellan! 

- Sóley

No comments:

Post a Comment