Sunday, December 15, 2013

Skólafrí - Jólafrí


Þá eru prófin búin og öll verkefni komin til skila! Ég þarf reyndar að bíða svolítið eftir einkunnum áður en ég get sagt að þessi önn sé alveg búin :) Ég er búin að fá út úr tveim áföngum og það styttist í restina.
Þessi önn var svoldið strembin þar sem ég var að vinna með skólanum og ég tók einn auka áfanga, ég hefði mátt vera miklu miklu duglegri í vetur og ég vona að það komi ekki í bakið á mér. Anyways! Ég er búin með aðeins meira en eitt ár í kennarafræði og þá eru "bara" 4 ár eftir.

Annars var þessi vetur bara almennt séð nokkuð góður, nóg að gera og ekki mikill tími til að detta djúpt niður. Það varð mjög dimmt hérna á tímabili, áður en snjórinn kom og sá tími var líklegast erfiðastur. Skammdegið hefur greinilega svona rosalega mikil áhrif á mann. En með snjónum og jólaljósunum verður mun bjartara yfir öllu og allt verður aðeins auðveldara.

Á sama tíma og þessi önn var frekar erfið þá var hún nokkuð skemmtileg, það er allt annað að byrja á sama tíma og allir sem verða með manni í bekk heldur en að koma nýr inn um áramótin. Maður verður fyrr hluti af hópnum og þessi hópur sem ég var með í vetur var mjög góður :) Verst að ég verð ekki aftur með þeim í tíma fyrr en næsta haust.

Kvöldið fyrir síðasta prófið fórum við Gísli á Jólatónleika í Glerárkirkju og það var mjög kósý, maður fékk jólaandann alveg beint í æð. Kvöldið eftir prófið var ekki alveg jafn rólegt, þá fór ég ásamt nokkrum bekkjarsystrum mínum út að borða og svo á trúbadorakvöld. Það var rosalega gaman og maður skemmti sér fyrir alla dagana sem fóru í prófalestur!

Nú eru bara nokkrir vinnudagar eftir og þá verð ég komin í alvöru jólafrí.. Alveg til 2. janúar 2014 og skólinn byrjar ekki fyrr en 13. janúnar þannig að þetta verður örugglega voðalega ljúft frí (Ef ég náði öllum prófum þar að segja).

Í dag hef ég það ágætt en ég er samt sem áður með smá þyngsli í hjartanu, jólin geta verið svoldið erfið og það eru endalast einvherskonar áminningar um það sem við fáum ekki og getum ekki en þráum svo heitt.
Þetta átti nú bara að vera lítið og stutt sunnudagsblogg þar sem ég er ekkert búin að blogga lengi en hafði voðalega mikið að segja :)


- Sóley


No comments:

Post a Comment