Friday, March 21, 2014

Lítið "leyndarmál"


Ég á lítið leyndarmál sem að er samt ekkert leyndarmál lengur!

Það er til orðatiltæki sem að segir að eftir storminn komi regnbogi sem að færir lífinu lit á ný. Fegurð regnbogans breytir þó ekki öllu, minningin og eftirleikar stormsins er enn til staðar. En Þessi regnbogi færir von um betri og bjartari tíma. Þessvegna er oft talað um „regnboga börn“.
Mig langar að deila með ykkur að ég er ólétt og ég er að vonast eftir því að fá regnboga barnið okkar í hendurnar í miðjum september. Settur dagur á litlu systir eða litla bróðir Helenu Sifjar er 19. September 2014 sem að er ca. mánuði fyrir tveggja ára afmælið hennar.  

Á sama tíma og ég deili þessum gleði fréttum með ykkur þá langar mig að segja að það eru allskonar tilfinningar sem að fylgja því að verða óléttur og að ganga með barn eftir að maður missir barnið sitt. Þessi meðganga er búin að vera mér erfið og ég veit að ég mun ekki verða fullkomlega róleg fyrr en ég heyri þetta barn gráta þegar það kemur í heiminn. Þrátt fyrir allar erfiðu tilfinningarnar sem að fylgja þá sé ég bjarta tíma framundan.  Ég er með mikla von í hjartanu og vonast eftir því að geta notið þess að vera ólétt og að ég nái góðri tengingu við þetta barn. 


Ég hef góða tilfinningu fyrir þessari meðgöngu og oftast er ég bjartsýn og horfi fram á við. Mig langar að blogga aðeins um mína reynslu og mína upplifun og mun að öllu líkindu gera það.

- Sóley


"I deserve this. It is okay to dream. It is okay to hope. Pregnancy can and will be beautifull - for as many days as that may be." - Franchesca Cox




3 comments:

  1. Elsku Sóley, innilegar hamingjuóskir til þín og Gísla. Þetta eru frábærar fréttir og skiljanlegt að tilfinningarnar séu blendnar, bæði bjartsýni og kvíði og bara allur tilfinningaskalinn. Knúz *

    ReplyDelete
  2. Æðislegt <3 ég held það verði bara góð þerapía að skrifa um hlutina og tilfinningarnar sem þú upplifir- á örugglega eftir að vera gott að geta líka fengið stuðning úr öllum áttum og kanski geturðu jafnvel hjálpað einhverjum í svipaðri stöðu með blogginu þínu :)
    Fullt af ást til ykkar <3

    ReplyDelete
  3. Vá æðislegar frettir, innilega til hamingju, taraðist af hamingju fyrir ykkar hönd :) vona að þu eigir eftir að ná að njota þin meðgöngunni, skil það osköp vel hvernig þer liður missti sjalf 2x aður en það tókst loksins með Axel, og eg var alltaf smeyk um að missa hann, en maður verður samt að reyna að vera bjartsynn og njota... farðu bara vel með þig, bestu kveðjur til ykkar Gísla, fra okkur Garðari og Axel :) knús :* ps. eg brosi hringinn nuna og fleiri tár, gangi ykkur rosalega vel :)

    ReplyDelete