Wednesday, October 23, 2013

Dagar 22 og 23


Day 22 - Word
Share your favorite quote, poem, song lyrics, scripture that you have found.
Það er svo margt fallegt sem ég hef lesið en þetta stendur upp úr. Þetta er eitthvað sem kemur mér í gegnum daginn


One day, some day
The day when we are all together again, 
all of this will be one distant memory

Svo er eitt sem ég rakst á í dag og mér þykir ótrúlega fallegt: 

I didn't want to kiss you goodbye, that was the trouble;
I wanted to kiss you goodnight. And theres a lot of difference.

-Ernest Hemingway



Day 23 - Tattoos/Jewellery
Do you have a piece of jewellery in memory of your baby? Or maby a tattoo. Please feel welkome to share links too. 

Mig langar rosalega í lítið tattoo en ég þori því ekki vegna þess að ég er ekki alveg 100% viss um það hvernig tattoo ég vil eða hvar ég vil hafa það. Ef ég læt einhverntíman verða af því þá væri það líklegast eitthvað lítið tákn eða nafnið hennar.
En uppáhald skartgripurinn minn er hálsmen sem ég er með á mér næstum því daglega. Ég hef talað um þetta hálsmen áður en það er hálft hjarta, hinn helmingurinn er hjá Helenu Sif. Við keyptum tvö hjartalaga nisti sem hægt var að brjóta í sundur og fengum gullsmiðinn til að grafa í þau. Í annað þeirra var skrifað "Helena Sif" og "þín mamma" og í hitt var skrifað "Helena Sif" og "þinn pabbi" Hálsmenið sem Helena Sif var grafin með er eitt samsett hjarta frá okkur báðum og við eigum sitthvort hálfa hjartað á móti. 

það glampaði aðeins á þetta útaf flassinu á myndavélinni.

Við keyptum þessa vængi um daginn, er svoldið hrifin af þeim.
Annars vantaði mig bara eitthvað til að myndin yrði fallegri.

Hér sést í hálsmenið mitt :) 


- Sóley

Monday, October 21, 2013

Dagur 21

Day 21 - Honour 

Bloggið mitt er ákveðin leið til að heiðra minningu Helenu sifjar og ágætist vettvangur fyrir mig að opna mig og deila minni reynslu. 
Eins og ég skrifaði um í gær og oft áður þá er Helena Sif stór partur af fjölskylduni og mun alltaf vera það skiptir mig miklu máli. 
Við erum líka að vinna í því að stofna minningarsjóð í nafni Helenu Sifjar þar en peningarnir sem munu safnast þar yrðu notaðir til að styrkja eitthvað gott málefni. 


Dear mum and dad,
I lived my span of life,
within your body
And within your love.

There are many
who have lived long lives
and have not been loved as me.

If you would honor me
then speak my name
and number me among your family

If you would honor me
the strive to live in love
for in that love, I live.

Never ever doubt
that we will meet again.

Until that happy day,
I will wait for you

- Christy Kenneally



- Sóley 

Sunday, October 20, 2013

Dagar 19 og 20


Day 19 - Support

Ef ég hugsa um mig sem einstakling þá hefur minn mesti stuðningur komið frá Gísla. Hann hefur alltaf verið til staðar hvað sem bjátar á. Ég get sagt honum allt og án þess að vera alltof væmin þá get ég sagt að hann er bara bestur í heimi þetta yndi. :)

Ég er svo heppin með þetta eintak
Hann er líka svo einstaklega fótogeniskur :) 
Við erum samt saman í þessu öllu saman og erum að fara í gegnum sömu hlutina þó svo að við upplifum ýmislegt á ólíkann hátt. Stuðningur hefur komið úr öllum áttum, aðalega þá frá fjölskyldunni okkar og vinum. Stundum kemur hann meira að segja úr ótrúlegustu áttum þegar maður á sýst von á.

Þið sem lesið bloggið mitt og þið sem hafið sent mér skilaboð eða talað við mig þið vitið hver þið eruð - Takk

Day 20 - Hope 

Hoping for að rainbow
Ég vonast til þess að geta stækkað fjölskylduna okkar hægt og rólega :)
Ég vona líka að lífið verði aðeins betra við okkur og við eigum eftir að geta lifað lífinu eftir besta móti og við eigum eftir að geta lifað á sem bestann máta með þessu öllu saman. Ég vil líka að Helena Sif verði alltaf stór hluti af minni fjölskyldu og systkini hennar í framtíðini munu vita af henni.
Ég vona að ég eigi eftir að geta verið opnari þegar kemur að því að tala um Helenu Sif. Ég get skrifað en það er erfiðara að tala, þá sérstaklega þegar ég að að kynnast nýju fólki. Ég vil líka geta talað um meðgönguna mína án þess að fólki finnist það óþæginlegt eða skrýtið. Ég var ólétt og ég hef fætt barn en samt er þetta allt eitthvað svo "tabú" vegna þess að barnið mitt dó.

Ég sá þetta í sumar í litlum laut sem er hjá jólahúsinu. 
- Sóley


Friday, October 18, 2013

Dagur 18


Day 18 - Release
What do you want to let go of this journey of grief? Is it fear? Guilt? Worry? Deep sadness? Regrets ?

Það fyrsta sem kom upp í hugann er samviskubit. Þetta óvelkomna samviskubit sem á enganveginn rétt á sér. Þá er ég að tala um samviskubit sem að kemur við það að gera eitthvað skemmtilegt, eða þegar maður gleymir sér í einhvern smá tíma. Ég hef nokkrum sinnum skrifað um þetta og hef verið að vinna í því að losna við þetta með því að leyfa ekki sjálfri mér að brjóta mig niður á þennan hátt. Það er erfitt en það virðist virka.

Mig langar líka að losna við "hvað ef" spurningarnar sem að koma oft upp. Hvað ef hún hefði fæðst degi fyrir settan dag? Hvað ef ljósmóðirin hefði hlustað betur á mig þegar ég hafði áhyggjur að minnkuðum hreyfingum? Hvað ef ég hefði farið fyrr upp á spítala? Þessar spurningar gera mér ekki gott og ég græði ekkert nema vanlíðan á að hugsa svona.

Ég er ekki sátt með ljósmóðurina sem tók á móti mér í mæðravernd í síðasta skipti sem ég fór þangað, ljósmóðirin mín var í fríi og þessi var að leysa hana af. Hún var eitthvað svo köld og ég man að mér leið eins og hún hafði ekki tíma fyrir mig. Mér fannst hún ekki heldur hlusta á mig. Ég var orðin stressuð fyrir fæðingunni og svo hafði ég miklar áhyggjur vegna þess að hreyfingarnar voru orðnar svo litlar.. Svarið sem ég fékk var að barnið væri orðið svo stórt og plássið sem hún hefði væri ekki mikið, já ég heyrði hjartsláttinn en samt er einhver reiði innst inni gagnvart þessari konu. Mig langar að losna við hana en ég á svoldið erfitt með það.

- Sóley




Thursday, October 17, 2013

Dagar 16 og 17


Dagarnir voru allir komnir í klessu þar sem ég var ekki mikið í tölvuni þessa daga sem við vorum í sveitini og í Reykjavík en ég er að vinna þetta upp :)

Day 16 - Season
Share what certain seasons or holidays mean to you now. What season did your baby die in? What season were they concieved/born in? Etc. Do you dread those seasons now? Are they more meaningfull to you because of your baby?


Akkurat núna get ég ekki valið neina eina árstíð, það var reyndar voðalega kósý haust síðustu dagana sem ég var ólétt og myndirnar sem Guðbjörg tók af mér þegar við fórum í göngutúr í Kjarnaskóg eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessar myndir eru teknar viku áður en Helena Sif fæddist.
Ég komst að því að ég væri ólétt 2. febrúar og þá var vetur, mjög líklegast snjór og myrkur hérna fyrir norðan en það góða við myrkrið er að þá getur maður kveikt á fleiri kertum og kúrað sig í teppi. 


Day 17 - Time
How long has it been since your baby died.


Í dag er eitt ár og tveir dagar (367 dagar) síðan að Helena Sif fæddist.
Það er næstumþví komið ár síðan ég sá hana síðast. (360 dagar)


Allir þessir mánuðir
Alla þessa mánuði - Hjartað þitt sló svo sterkt
Allir þessir mánuðir - Eru nú svo hljóðlátir
 Alla þessa mánuði - Litli líkaminn þinn hreyfði sig svo kröftulega
Allir þessir mánuðir - Eru nú svo kjurrir.
Allir þessir mánuðir án þín.

 - Sóley 


Wednesday, October 16, 2013

Afmælis engill



12. oktober 2012 byrjaði sem ósköp eðlilegur dagur, ég labbaði í skólann og aftur heim. Þegar ég var komin heim fór ég að leit að leiðum til að fá Helenu Sif til að hreyfa sig, hún hafði ekkert hreyft sig allann daginn og ég var farin að hafa miklar áhyggjur (samt ekki svo miklar vegna þess að ég hefði heyrt hjartsláttinn í mæðravernd daginn áður.) Eftir allskonar tilraunir sem fólu meðal annars í sér að borða banana, hlusta á háa tónlist og drekka mikið af ísköldum djús með klökum þá hringdi ég upp á fæðingardeild og ljósmóðirin sem svaraði bað mig um að koma beint upp á deild. Við vorum komin þangað rétt yfir 3 og stuttu síðar heyrði ég orðin sem ég óska ekki neinum foreldrum að heyra "Því miður sé ég engann hjartslátt." Á þessum tímapunkti held ég að líkaminn hafi farið í einhverskonar varnar ham og þar að leiðandi eru þessir dagar í hálfgerðri móðu.

Ég var gangsett aðfaranótt laugardagsins 13.okt, við tók löng helgi vitandi það að dóttir mín væri dáin en samt sem áður þyrfti ég að fara í gegnum fæðingu eins og hver önnur kona. Þetta var allt svo óraunverulegt og innst inni trúði maður því að þetta væri ekkert raunverulegt og það væri allt í lagi með litlu stúlkuna sem ég var búin að ganga með í heilar 40vikur

Kl. 15:02 á mánudagsmorgni 15. okt, eftir langa bið var yndislegt að fá að sjá stúlkuna sem við vorum búin að bíða svona lengi eftir í fangið. Hún var dáin en samt svo falleg og friðsæl. Hún var svo fullkomin bara yndisleg í alla staði. Helena Sif var 4262 grömm og 56 cm, hún var með nefið mitt en varirnar hans pabba síns. Litlu puttarnir hennar voru langir og fíngerðir. Seinna um kvöldið kom sjúkrahús presturinn var með smá nafnablessun og við gáfum Helenu Sif nafnið sitt.

Allan þennan tíma voru foreldrar okkar með okkur, þau komu um leið og þau gátu og voru með okkur alla helgina meðan við biðum á spítalanum og eftir að Helena Sif fæddist. Það er ómetanlegt að hafa fengið stuðning á þessum erfiðu tímum frá fjölskyldu og vinum okkar.

Ég gæti skrifað miklu miklu meira en þetta átti bara að vera stutt blogg um gærdaginn og þema gærdagsins.

Litlir sætir fingur
Helena Sif er í fyrstu samfelluni sem við keyptum á hana. Eftir 12 vikna sónarinn keyptum við fyrstu flíkina og hún passaði akkurat á hana.
Í gær áttum við rólegan dag í Reykjavík með fjölskyldunni og fórum svo á fallega Helgistund sem haldin var í tilefni alþjóðlegs dags tileinkaðum missi á meðgöngu og barnamissi. Tónlistin og athöfnin var bara yndisleg og ég var mjög fegin að hafa sett á mig vatnsheldann maskara þar sem að nokkuð mörg tár féllu þegar Ellen Kristjáns söng When I thing of angel.

Nokkrar myndir frá gærdeginum

Við keyptum bleik og fjólublá blóm í tilefni dagsins

Við héldum smá kaffiboð fyrir foreldra okkar og þau systkini sem voru í Reykjavík.
Svo fórum við saman á Helgistundina sem var haldin í Garðakirkju.

Þegar við komum heim var þessi kassi fyrir utan hurðina, Í honum voru þessir tveir englar. Vinkona mömmu hafði komið með þá til okkar <3 Ótrúlega fallegt
Ég var mjög lítil í mér í gær en átti samt sem áður fallegan og góðan dag með ástini minni og fjölskyldu.


Day 15 - Wave of light
Today is October 15th Pregnancy and Infant Loss Remembrance Day. Light a candle at 7pm to help create a continuous wave of light around the world for 24 hours. Photograph your light! Please remember to share your location for this day as well. Wishing you all a ton of love for this sacred day of remembrance.
Tásurnar hennar Helenu og fjólublátt kerti í tilefni dagsins - Myndin er tekin rétt fyrir 7 í gærkvöldi. 

Elsku Helena mín ég sakna þín svo mikið og vildi óska að ég gæti fengið að faðma þig að minnsta kosti einu sinni enn. - Til hamingju með afmælið gullið hennar mömmu. 

Þú litla barn sem ég þráði að faðma, 
umvefja elsku, vaxa með þér.
Líf þitt var svo stutt
og hér er ég eftir hugsandi um það,
sem hefði getað orðið.
Kannski í eilífðinni fáum við
að hlægja og gráta, faðmast og vaxa.
Og vinna upp þann tíma, 
sem við aldrei áttum.




Monday, October 14, 2013

Dagur 14

Day 14 - Family
What does you family look like now? Is it just yourself carrying your child's heart in yours? Do you have other children? A partner? A pet? You may not have what society perceives as a family but we all know that just because you cannot see any children, that does not mean that they are not a part of your family.

Litla fjölskyldan mín er ekki þessi staðalmyndar fjölskylda. Einn fjölskyldumeðlimurinn er ekki hjá okkur en við erum samt sem áður fjölskylda. Það er hægt að líta á það þannig að við erum fjölskyldan hennar Helenu Sifjar, hún á foreldra sem elska hana og hvort annað 
Við erum líka nokkuð heppin með stór fjölsklylduna okkar, foreldra og systkini. 

Foreldrar mínir gáfu okkur þessa mynd fljótlega eftir að Helena Sif dó og þetta er svo góð túlkun á litlu fjölskyldunni minni. 

<3
 Þó svo við erum tvö í dag þá erum við Gísli fjölskylda



Erum bara helvíti gott team :) 
(Dagur 12 og 13 komu svoldið seint en þeir eru komnir hérna fyrir neðan)

kv. Sóley 

Dagur 12 og 13


Day 12 Article and Day 13 Book

Við Gísli kíktum aðeins í sveitina yfir helgina og erum nú komin á hótel mömmu í Reykjavík. Við ætlum að vera hérna fram á miðvikudagsmorgun. Á morgun ætlum við að hafa pínu afmæliskaffi og fara síðan í Helgistund í Garðakirkju  Vonandi verður dagurinn bara eins góður og hann getur orðið.

Dagur 12 var á laugardaginn, mér datt engin sérstök grein í hug sem ég gæti sett hingað inn en ætli ég geti ekki bara sagt að net tímaritið Still Standing Magazine  sé "greinin" Ég hef lesið mjög margar greinar þana inni sem hafa hjálpað mér. Ég hef póstað nokkrum þeirra á facebook og deilt þeim hingað inn, en það er engin ein í uppáhaldi. Ég er reyndar ekki hrifin af greinum sem að snúast um guð eða eru of trúarlegar en þá sleppi ég bara að lesa þær.

Dagur 13 sem var á sunnudaginn: Bók. Í lýsingunni á deginum er talað um fullorðinsbækur og sjálfshjálpar bækur en ég hef ekki lesið mikið annað en skólabækur. En ég vil sýna litla barnabók sem við keyptum og létum með í kistuna hennar Helenu. Þetta er "litlu dýrin á bænum" og er bara ein af smábókunum en við höfum lesið þessa bók á mánaðarafmælisdögunum hennar Helenu.

Bókin ásamt bangsa, strumpum og bola hálsmeninu (ég var með þetta hálsmen daglega eftir ca. 20 vikur á meðgöngunni)

- Sóley

Friday, October 11, 2013

Dagur 11


Day 11  - Emotional Triggers
What triggers emotional associated with grief for you? Is it the weather? A scent? Photos? Places? Holidays? Words? Certain people?


Það eru svo margir ólíkir hlutir sem ég get talið upp sem "triggera" og þeir verða örugglega breytilegir í gegnum árin. Ég ætla samt að nefna nokkur dæmi:

  • Börn á sama aldri og Helena Sif ætti að vera á, sértsaklega stelpur. Fær mig til að hugsa hvað ef? eða hvernig væri hún í dag? og margar fleiri spurningar í þessa átt.
  • Ungabörn
  • Fjölskylduviðburðir og hátíðisdagar - Maður finnur extra mikið fyrir því að það vantar alltaf einhvern og söknuðurinn verður meiri. 
  • Óléttar konur og óléttu tilkynningar - Á erfitt með að útskýr þetta og þetta er eitthvað sem ég ræð ekki við. 
  • Fæðingardeildin á spítalanum - Ég er alltaf á leiðini í alvöru heimsókn þangað en fæ mig ekki í það. Í þau skipti sem ég hef farið þangað hef ég átt rosalega erfitt með mig. 
  • Afmælisdagar - Hvort sem það er mánaðarafmælisdagur eða afmælisdagurinn sem er alveg að fara að koma þá eru þetta yfirleitt erfiðir dagar. Ég held samt og vona að eins árs afmælisdagurinn verði góður og ég ætla að ger mitt besta í því a njóta dagsins og muna eftir öllu því góða 
  • Að hugsa um allt sem "gat orðið" Framtíðin átti að verða allt öðruvísi. Lífið heldur áfram og það er svo erfitt að sætta sig við það að maður getur ekki breytt því sem hefur gerst. 
  • Að skoða gamlar myndir  


Þessi listi er alls ekki tæmandi og í raun eru vestu "triggerarnir" þeir sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður lendir í þeim. Í febrúar bloggaði ég um einn svoleiðis trigger

- Sóley


Thursday, October 10, 2013

Dagur 10



Day 10 - Beliefs

Do you have a certain belief about what happens to us after we die? You might believe that we go to heaven or you might believe that our bodies eventually turn to dust and that is the end of our story

Ég vil trúa því að það sé eitthvað sem tekur við eftir dauða, einhverskonar útgáfa af himnaríki en á sama tíma trúi ég í raunini ekki á guð sem slíkann. Ég vil líka trúa því að Helena Sif sé á einhverjum góðum stað og einn daginn verðum við saman á ný.

One day, somedy - The day that we are all together again, all of this will be one distant memory. 


Regnbogar eru frekar táknrænir fyrir mig vegna þess að eftir storminn þá kemur regnbogi (vonandi). Í hvert skipti sem ég sé regnboga í dag þá hugsa ég til Helenu Sifjar, eins og þeir séu einhverskonar tákn :)



Ætli ég geti ekki líka verið svolítið væmin í þessu bloggi. Ég trúi líka á ástina, ástin getur verið svo sterk, sérstaklega þegar kemur að börnunum mans. Helena Sif mun alla tíð fylgja mér.


- Sóley


Wednesday, October 9, 2013

Dagur 9

Day 9 music


Það fyrsta sem kom upp voru lögin sem við spiluðum í  jarðaförini hennar Helenu Sifjar. Ég hlusta ekki oft á þau en það er eins og þau "poppi" stundum upp í hausnum á mér

Þetta eru þrjú lög: Tvö þeirra eru af vögguvísu disknum hennar Hafdísar Huld. Okkur fannst vögguvísur vera við hæfi og prófuðum að hlusta á þennan nýja disk, ég féll alveg fyrir honum og þá sérstaklega þessum tveim lögum sem við völdum. Litlar stjörnur og Ævintýralönd. Textarnir eru samdir af Hafdísi Huld og annað lagið er samið af Hafdísi og manninum hennar.

Fyrsta lagið er: Litlar stjörnur  mér tekst ekki að setja videoið inn í bloggið en það er á youtube. Þetta var lag númer eitt í jarðaförini og þetta er lagið sem að situr mest í mér, það er eins og textinn sé rosalega fastur í hausnum á mér. (það er samt ekkert slæmt að fá þetta lag á heilan) Textinn er líka mjög fallegur:

Litlar stjörnur vaka hér
allar saman yfir þér. 
Hátt á himni seint um kvöld,
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Sólin sest við sjónarrönd, 
skín nú yfir fjarlæg lönd. 
Bíður þín nú dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.

Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt,
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.


Lag númer tvö er lagið Umvafin englum sem að er sungið af Guðrúnu Gunnarsdóttur. það lag er meira tilfinningaþrungið og ég á frekar erfitt með að hlusta á það, það er einhver tilfinning sem kemur upp þegar þetta lag er spilað. Ég man eftir atviki sem kom upp á aðfangadag síðustu jól sem tengist þessu lagi. Við vorum búin að borða og vorum alveg að fara að opna pakkana og útvarpið var í gangi, bara lágt stilt með svona rólegri og þægilegri tónlist (líklegast rás2) en allt í einu kemur þetta lag og það sló mig alveg út af laginu. Það er alveg ótrúlegt hvað tónlist getur haft mikil áhrif á mann.


Þriðja lagið er ekki á youtube en ég læt textann fylgja með hérna, lagið og textinn er rosalega fallegt saman. Það er hægt að hlusta á smá sýnishorn á tónlist.is lagið er númer 8

Ævintýralönd
Ef þú lokar litlu augunum
sérðu ævintýralönd,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu mjúka gyllta strönd.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Ef þú lokar litlu augunum
sérðu fjöllin fagurblá,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu fugla fljúga hjá.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Ef þú lokar litlu augunum
sérðu fiska synda í sjó,
ef þú lokar litlu augunum
sérðu uglu sofa í snjó.
Mig langar að leiða þig þar,
mig langar að leiða þig þar til
svefninn sækir að.

Mig langar að bæta einu lagi við sem að var miki spilað sumarið 2012 en það er lagið Small Bump með Ed Sheeran. Þetta lag var samið fyrir vinkonu Ed sem að missti barnið sitt á meðgöngunni. Þegar ég heyrði söguna á bakvið lagið þá varð ég oft svona hálf sorgmædd þegar það var spilað í útvarpinu, já ég man eftir að hafa farið að gráta (elsku óléttu hormónar) en á þessum tíma hefði mér aldrei dottið það í hug að ég ætti eftir að lenda í svipuðum aðstæðum og þetta lag er um.
Enn í dag þykir mér vænt um þetta lag, það er eitthvað við það.




Tuesday, October 8, 2013

Dagur 8


Day 8 - Colour
Það kemur kanski ekki mörgum á óvart hvaða litur mér þykir vera liturinn hennar Helenu Sifjar en það er fjólublár. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu að bloggsíðan mín er fjólublá :)

Sumarið 2012 varð ég allt í einu voðalega hrifin af þessum ljós fjólubláa lit og þegar ég "þurfti" að kaupa mér brjóstagjafapúða til að sofa með þá valdi ég þennan fallega fjólubláa. Ég valdi hann reyndar líka í því skyni að ég vildi ekki hafa hann bleikann ef ég myndi eignast strák seinna! Mér þykir voðalega vænt um þennan púða, þar sem ég var að vinna í Reykjavík allt sumarið og Gísli var á Akureyri. Púðinn fékk því nafnið Gísli2 þar sem ég kúrði með honum á hverju kvöldi. 
Rannveig prónaði svo þetta fallega heimferðarsett fyrir okkur. Ég hafði eitthvað talað um fjólubláann en ekki mikið þannig að ég varð mjög glöð þegar ég sá þessa litasametningu. Mig langaði líka að hafa peysuna með svona lopapeysumynstri og þetta kom bara rosalega vel út. Við eigum helling af myndum af Helenu Sif í þessum fötum og þau alveg smellpössuðu á hana. 

Ég keypti reyndar ekki mikið af fjólubláum fötum fyrir Helenu, en það er líklegast vegna þess að það var ekki mikið af þeim litum í boði. Ég keypti til dæmis svoldið mikið af carters og sú sending var voðalega bleik. 

Doomoo púðinn minn og heimferðarsettið hennar Helenu Sifjar

Hluti af carters sendingunni
Ég missti mig aðeins í bleika prinsessu þemanu. 

- Sóley

Monday, October 7, 2013

Dagur 7



Day 7 - You Now
 Where are you in your grief right now? How are you feeling? How far have you come? Are you wrestling with anything? Is your heart heavier or lighter now?

Það er rosalega erfitt að svara þessari spurningu þar sem að það getur verið mikill dagamunur. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vera að bera mig saman við mig áður en Helena Sif dó eða mig í mestu sorgini eftir að Helena Sif dó.
Ég er oft rosalega utan við mig og hugurinn leitar eitthvað allt annað en hann á að vera og þetta getur verið svoldið erfitt, sértaklega þegar það er mikið að gera í skólanum. Ég get verið rosalega viðkvæm og það þarf lítið til þess að ég fari hreinlega að gráta.

Akkurat núna er ég frekar utan við mig, með tárin í augunum en ég hugsa að ég eigi extra erfiða daga núna vegna þess að settur dagur er eftir 5 daga, afmælisdagurnn er eftir 8 daga. Það er líka fleira sem ég veit að veldur vanlíðan hjá mér en ég vil ekki fara inn á þá hluti hérna. 

"Grief is like the ocean;
It comes on waves
ebbing and flowing.
Sometimes the water is calm, 
and sometimes it is overwhelming. 
All we can do is learn how to swim"

Ætli þetta lýsi mér ekki bara ágætlega, stundum er allt í fínu lagi en stundum er allt svo yfirþyrmandi. 


Það er alltaf mjög stutt í tárin en á sama tíma eru góðu tímarnir miklu fleiri



Ætli það sé ekki við hæfi að láta ljóðið um ljóta skóparið fylgja með í dag

An Ugly Pair of Shoes


I am wearing a pair of shoes.

They are ugly shoes.
Uncomfortable shoes.
I hate my shoes.
Each day I wear them, and each day I wish I had another pair.
Some days my shoes hurt so bad that I do not think I can take another step.
Yet, I continue to wear them.
I get funny looks wearing these shoes.
They are looks of sympathy.
I can tell in others eyes that they are glad they are my shoes and not theirs.
They never talk about my shoes.
To learn how awful my shoes are might make them uncomfortable.
To truly understand these shoes you must walk in them.
But, once you put them on, you can never take them off.
I now realize that I am not the only one who wears these shoes.
There are many pairs in the world.
Some women are like me and ache daily as they try and walk in them.
Some have learned how to walk in them so they don't hurt quite as much.
Some have worn the shoes so long that days will go by before they think of how much they hurt.
No woman deserves to wear these shoes.
Yet, because of the shoes I am a stronger woman.
These shoes have given me the strength to face anything.
They have made me who I am.
I will forever walk in the shoes of a woman who has lost a child.

Author Unknown

Sunday, October 6, 2013

Dagur 6

Day 6 - Ritual

There will always be a heartache,
And often a silent tear.
But always a precious memory
Of the days when you were here.

Næstum því alltaf þegar við erum heima er kveikt á kerti ég hef reyndar talað um þennan kertastjaka áður. Hann hefur fylgt okkur frá því að við vorum á spítalanum og nú er hann á stofuborðinu okkar.
Það er eitthvað svo róandi við kertaljós og ég hef alltaf verið mjög hrifin af því að hafa kveikt á kertum heima hjá mér. 

Þó svo að klukan sé tíu á sunnudagsmorgni þá kveiki ég á kertinu

Þessi mynd er tekin á spítalanum í oktober í fyrra. Við náðum ekki að taka almennilegt handafar með bleki en við eigum handafar í einhverskonar gifsmóti sem að tókst mjög vel.


- Sóley


Saturday, October 5, 2013

Dagur 5

Day 5 - Memory

Ég fór í göngutúr í kjarnaskógi komin 39v2d 

Það fyrsta sem mér datt í hug var hversu góða meðgöngu ég átti, það er ekki neinn sérstakur dagur heldur bara öll meðgangan. Ég man hvað ég var glöð og spennt og mig grunaði aldrei að neitt slæmt gæti nokkurntíman komið fyrir mig eða mína fjölskyldu. Ætli meðgangan hafi ekki einkennst af gleði og sakleysi, ég bara einfaldlega elskaði það að vera ólétt. 

- Við vorum svo spennt fyrir því að verða foreldrar
- Ég elskaði að kaupa og skoða allt sem að tengdist stelpuni okkar (meira að segja snuð og bleyjur voru spennandi á þessum tíma)
- Ég elskaði meðgöngusund og ég held að Helena hafi elskað það líka, hún sparkaði allavega alltaf vel og mkið þegar ég var búin í sundi. 
- Ég elskaði að finna hreyfingar og spörkin :)
- Ég var búin að taka til heimferðarföt og setja það í skiptitöskuna - Ég man hversu gott það var að fá að klæða Helenu í fötin sem hún átti.

Bumban ofan frá (september 2012)

Það eru svo margir litlir hlutir sem ég gæti talið upp, 
- þegar ég komst að því að ég væri ólétt 
-snemmsónar
-12 vikna sónar 
 - mæðraverndin
-20 viknar sónarinn þegar við komumst að því að Helena væri stelpa en ekki strákur eins og ég hélt alveg frá upphafi

En ætli það sem að standi mest upp úr sé ekki bara það hversu mikið ég elskaði það að vera ólétt :) Ég grínaðist eitthvað aðeins með það að ég ætlaði bara alltaf að vera ólétt vegna þess að ég væri svo "góð í því" Kanski var ég bara svona heppin en það eina slæma sem ég man eftir var endalausar pissuferðir (sérstaklega á nóttini) og erfitt með að sofa síðustu vikurnar. 

Ég á líka margar minningar tengdar fæðinguni og dögunum eftir hana en ég valdi meðgönguna í þetta skipti

20 vikur 


- Sóley



Friday, October 4, 2013

Dagur 4


Day 4 - Legacy
Do you believe your child left a legacy behind? It could be something very simple but meaningful.

Ég þurfti að hugsa þetta svolítið áður en ég áttaði mig almennilega á þessu, það er frekar erfitt að þýða þessi stóru ensku orð í nákvæmri merkingu yfir á íslensku.
Helena Sif skildi eftir sig svo mikla ást og væntumþykju, ég veit að ég er voðalega væmin. Það er bara eitthvað óútskýranlegt sem að gerist þegar maður lendir í svona miklu áfalli, eitthvað sem breytist. Ég er miklu væmnari og viðkvæmari en ég hef nokkurtíman verið, ég er opnari og hef eitthvað sem ég hafði ekki áður. 
Það er líka rosalega erfitt að hafa alla þessa ást og umhyggju í garð einhvers en maður veit ekki hvað maður á að gera við hana, ég vildi óska að ég gæti knúsað Helenu mína hvenær sem er. 

Helena Sif gerði mig að mömmu, hún er frumburðurinn minn, hún er dóttir mín og það hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki saknað hennar.

Ætli það sem ég er að reyna að segja með þessu er: Helena Sif kenndi mér að elska á nýjan hátt. 


Myndirnar mínar eru á ensku vegna þess að þetta er alþjóðlegt verkefni og ég er líka að deila þeim á Instagram.

"No one can know how much I love you, because you are the only one who knows what my heart sounds like from the inside."


- Sóley

Thursday, October 3, 2013

Dagur 3


Day 3 - Myth

Þegar fólk segir eitthvað sem maður er ekki sammála eða þá að orðin særa án þess þó að fólk átti sig á því að það sé að særa mann. 

"Þið eruð svo ung, þið getið eignast önnur börn" 



 Í fyrsta lagi þá kemur ekkert barn í staðin fyrir barnið sem við misstum. 
Í öðru lagi þá er það ekkert öruggt að fólk geti eignast börn þó svo að það sé ungt.

Mig langar að eignast fleiri börn, helst 2-3 í viðbót en þó svo að mig langi að eignast önnur börn þá langar mig að fá að hafa frumburðinn minn með mér. Barnið/börnin sem við munum vonandi eignast í framtíðini eiga ekki og munu ekki koma í staðin fyrir Helenu Sif. Þau verða aðrir einstaklingar og ég vil aldrei að þeim muni líða eins og þau séu einhverskonar "vara-börn". 

Ég veit að fólk meinar vel en samt sem áður hjálpar þetta ekki mikið.

- Sóley





Wednesday, October 2, 2013

Dagur 2

Dagur 2 - Identity 

Auðkenni - Einkenni 
Ég finn ekki almennilega þýðingu fyrir þennan dag en ég túlka þetta á minn eigin hátt. Ég valdi fótsporin hennar Helenu Sifjar. Ein af ljósmæðrunum sem var með okkur á spítalanum tók fótsporin með bleki. Yfirleitt er sporið sett aftan á lítið bleikt blað (hinum megin á blaðinu eru svo upplýsingar um fæðingarþyngd, lengd og ýmisleg). Hún Helena var með svo litla stóra fætur að fótsporið passaði ekki inn á þennan miða. Ljósmóðirin endaði á að sækja stærra blað þar sem að hún tók önnur spor, af báðum fótunum. Við eigum litla miðan þar sem að vantar inn á tvær tær.
Allt sem við eigum sem að tengist Helenu Sif er okkur svo dýrmætt <3


"Hönd þín snerti
sálu okkar
Fótspor þín liggja 
um líf okkar allt."

- Sóley

Tuesday, October 1, 2013

Capture your grief


Í morgun fletti ég dagatalinu mínu frá september yfir í október, af einhverjum ástæðum er ég búin að kvíða svoldið fyrir þessum mánuði,eða ég hræðist hann svolítið. Ég hræðist þessi tímamót sem eru að koma - settur dagur/dánardagur og svo afmælisdagurinn hennar Helenu Sifjar. Mér er búið að líða frekar illa síðustu vikur og  líður einhvernveginn eins og að 15. oktober eigi að vera einhver endapunktur í sorgarferlinu en þegar ég hugsa aðeins betur út í það þá er það ekki rétt. Þetta er bara rétt að byrja og ég er bara rétt að læra að lifa með sorgini. 

15. oktober er ekki bara afmælisdagurinn hennar Helenu Sifjar heldur er það líka "international pregnancy and infant loss awareness day" (Ég veit ekki hvernig ég á að þýða þetta rétt.) En þann dag mun verða haldin minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnamissi í Garðakirkju. Við ætlum að taka okkur frí og fara suður og eiga góðan dag saman.

Ég ákvað að taka þátt í viðburði sem á sér stað í oktober þetta er alþjóðlegur viðburður sem snýst um að taka eina mynd á dag, hver dagur hefur sitt þema og ég ætla að gera mitt besta í að fara eftir reglunum en maður má breyta til og þarf ekki að taka þátt á hverjum degi frekar en maður vill. Ég er að gera þetta fyrir MIG en það er gaman að fá að deila þessu með öðrum. 

Hér eru leiðbeiningarnar

Verkefni dagsins:

Day 1 - Sunrise
Ég var ekki vöknuð nógu snemma til að ná sólarupprás en ég tók bara mynd af sólini og falega útsýninu okkar hérna á Akureyri


- Sóley