Day 19 - Support
Ef ég hugsa um mig sem einstakling þá hefur minn mesti stuðningur komið frá Gísla. Hann hefur alltaf verið til staðar hvað sem bjátar á. Ég get sagt honum allt og án þess að vera alltof væmin þá get ég sagt að hann er bara bestur í heimi þetta yndi. :)
![]() |
Ég er svo heppin með þetta eintak Hann er líka svo einstaklega fótogeniskur :) |
Þið sem lesið bloggið mitt og þið sem hafið sent mér skilaboð eða talað við mig þið vitið hver þið eruð - Takk
Day 20 - Hope
Hoping for að rainbow
Ég vonast til þess að geta stækkað fjölskylduna okkar hægt og rólega :)
Ég vona líka að lífið verði aðeins betra við okkur og við eigum eftir að geta lifað lífinu eftir besta móti og við eigum eftir að geta lifað á sem bestann máta með þessu öllu saman. Ég vil líka að Helena Sif verði alltaf stór hluti af minni fjölskyldu og systkini hennar í framtíðini munu vita af henni.
Ég vona að ég eigi eftir að geta verið opnari þegar kemur að því að tala um Helenu Sif. Ég get skrifað en það er erfiðara að tala, þá sérstaklega þegar ég að að kynnast nýju fólki. Ég vil líka geta talað um meðgönguna mína án þess að fólki finnist það óþæginlegt eða skrýtið. Ég var ólétt og ég hef fætt barn en samt er þetta allt eitthvað svo "tabú" vegna þess að barnið mitt dó.
![]() |
Ég sá þetta í sumar í litlum laut sem er hjá jólahúsinu. |
No comments:
Post a Comment